Gwyneth Paltrow borðaði kleinur í hrauninu á Reykjanesi - Myndir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 10:36 Reykjanesið heillaði. Vísir/Goop Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop
Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49