Hann er lifandi | Myndband af hrekk hjá NFL stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 22:00 Robert Griffin III. Vísir/Getty Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016 NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira