Hanna Katrín leiðir Viðreisn í Reykjavík suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:03 Hanna Katrín Friðriksson. Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23
Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12