Vilja ekki að viðskiptin hverfi úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið hefur bent á að fái hið opinbera ótakmarkaða heimild til að færa viðskipti til útlanda komi mörg lítil og meðalstór fyrirtæki sem tekið hafi þátt í opinberum útboðum til með eð eiga mjög erfitt uppdráttar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samningsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðjudag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að samkeppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Landspítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðisstofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunaraðstöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðuneytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hagmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samningsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðjudag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að samkeppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Landspítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðisstofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunaraðstöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðuneytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira