Vilja ekki að viðskiptin hverfi úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið hefur bent á að fái hið opinbera ótakmarkaða heimild til að færa viðskipti til útlanda komi mörg lítil og meðalstór fyrirtæki sem tekið hafi þátt í opinberum útboðum til með eð eiga mjög erfitt uppdráttar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samningsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðjudag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að samkeppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Landspítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðisstofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunaraðstöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðuneytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hagmunasamtök fyrirtækja í atvinnulífinu sem skilað hafa greinargerð við frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup leggjast öll gegn afnámi sérstaks samkeppnismats sem samkvæmt gildandi lögum þarf að eiga sér stað áður en opinber fyrirtæki fá heimild til útboðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með breytingunni er tekið tillit til Evróputilskipunar sem tekur fyrir að aðildarríki geti hindrað „samningsyfirvald“ í að nýta sér þjónustu miðlægrar innkaupastofnunar í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Í umsögn Félags atvinnurekenda (FA) segir hins vegar að ákvæði um samkeppnismat í gildandi lögum, sem fellur út í þeim nýju, komi ekki í veg fyrir þátttöku í útboðum. Bent er á að heildarinnkaup ríkisins séu rúmlega 140 milljarðar króna á ári og tilfærsla viðskipta til annarra ríkja komi til með að hafa gríðarleg áhrif á fyrirtæki hér á landi. Í umsögn Viðskiptaráðs á þriðjudag segir líka að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboða. Liggja þurfi fyrir að neikvæð áhrif á innlendan markað vegi ekki þyngra en ávinningur af lægra vöruverði. Viðskiptaráð leggur til að samkeppnismat verði notað áfram þótt þátttaka opinberra fyrirtækja í útboðum verði ekki háð samþykki Samkeppniseftirlitsins á matinu. Frumtök – samtök framleiðenda frumlyfja vilja að samkeppnismatið haldi sér eða að heimild til þátttöku í útboði verði bundin samþykki Samkeppniseftirlits. Í sama streng taka Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ). Á hinum vængnum er Landspítalinn (LSH), en í umsögn hans er breytingunni fagnað. Ákvæði um samkeppnismat hafi hamlað möguleikum LSH við að ná fram hagkvæmari innkaupum á lyfjum. Á Norðurlöndum nái heilbrigðisstofnanir fram afslætti frá skráðu verði lyfja, en hér skili fyrirtæki, sem séu í eiginlegri einokunaraðstöðu, í síauknum mæli tilboðum með engum afslætti. „Enda vita þau sem er að hér er um að ræða lyf sem LSH er nauðsynlegt að kaupa vegna þeirra sjúklinga sem til meðferðar eru, ekki eru til önnur lyf sem komið geti í staðinn, og/eða ekki er unnt að skipta um lyf í miðri meðferð.“ Í umsögn velferðarráðuneytisins eru sögð nýleg dæmi um að norsk sjúkrahús hafi náð að kaupa inn lyf á um 72 prósentum lægra verði í útboðum en boðist hafi hér á landi. „Um er að ræða lyf sem keypt eru fyrir um einn milljarð króna á ári.“ Nýja frumvarpið taki af allan vafa um heimildir undirstofnana ráðuneytisins til innkaupa á aðföngum í sameiginlegum útboðum erlendis.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira