Góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 09:15 "Þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir Aðalbjörg Stefanía. Vísir/Anton Brink Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Samskipti verða í brennidepli í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld, 16. nóvember, klukkan 20. Þar munu Gunnar Hersveinn heimspekingur og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, meðal annars glíma við eftirfarandi spurningar: Hvað merkir það að vera einlægur og trúverðugur í samskiptum? Hvaða afleiðingar hefur það að hlusta ekki á aðra? Hvernig þróast vond samskipti? Hver nennir að breyta sjálfum sér? Aðalbjörg Stefanía skrifaði nýlega bók um hvernig góð samskipti bæta eigin vellíðan og annarra. Bókin nefnist Samskiptaboðorðin. „Bókin er ástæða þess að Gunnar Hersveinn bað mig að koma,“ segir Aðalbjörg. „Við ætlum að ræða um samskiptagreind og samskipti almennt, meðal annars í ljósi heimspekilegra fræða og ég kem með innlegg um hvernig heiðarleiki birtist í samskiptum. Svo ætlum við líka að tala um samskiptaboðorðin: horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa og ég kem með dæmi um þau. Enda eru þau dálítið rauði þráðurinn í bókinni minni og eru meira að segja rauðmerkt til að skerpa á þeim.“ Bók Aðalbjargar er mjög persónuleg og einlæg. Skyldi ekki hafa tekið á að skrifa hana? „Það var erfiðast að ákveða að skrifa bókina út frá hjartanu. Ég skilaði inn handriti árið 2014, það var eiginlega fræðibók um samskipti. En á vegferðinni varð hún persónuleg, ritstjórinn minn, hún Guðrún Sigfúsdóttir, hvatti mig til þess. Oft er undanfari stórra ákvarðana erfiðastur, þegar þær hafa verið teknar verður eftirleikurinn auðveldari. Ég bara hugsaði: Aðalbjörg, nú leggur þú allt á borð. Ef þessi bók á að verða trúverðug og koma til skila því sem þú vilt, þá skalt þú sjálf vera opin og heiðarleg – og allt í einu lék þetta verkefni í höndunum á mér.“ Aðalbjörg viðurkennir að sumt hafi reynst átak að rifja upp, eins og kynferðislegt ofbeldi sem hún hafi haldið leyndu að mestu. Eða þegar samskipti hennar og eiginmannsins voru komin á svo vondan stað að fátt annað en kraftaverk gat bjargað þeim. „En þegar skriftunum var lokið var ég svo þakklát fyrir hvar ég er stödd í dag,“ segir hún. „Við eigum öll okkar hugsjónir og þegar maður finnur sig hafa tilgang og getur gengið fram í honum, þá fyllist maður hamingju.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira