Lökustu skólarnir halda áfram að dragast aftur úr Snærós Sindradóttir skrifar 13. desember 2016 07:15 Nemendur í 7. bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ stóðu sig áberandi best í samræmdum könnunarprófum í stærðfræði sem fram fóru í haust. Vísir/AFP Þeir 25 grunnskólar sem sýna virkilega laka niðurstöðu úr samræmdum prófum í stærðfræði fyrir 7. bekk dala langflestir í einkunn frá því sem verið hefur síðastliðin ár. Aðeins tveir skólar hafa bætt sig marktækt þrátt fyrir að falla enn í þann flokk að vera fyrir neðan landsmeðaltal. Menntamálastofnun hefur lokið við að fara yfir samræmd könnunarpróf sem tekin voru í haust af nemendum í fjórða og sjöunda bekk um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma fyrir skólana og allt fyrir ofan 32 þykir mjög góð útkoma. Eins og áður segir fá 25 skólar niðurstöður úr könnunarprófunum sem eru fyrir neðan 28, sá lægsti er Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem skorar 19,64 stig. Aðrir 25 skólar þykja fá framúrskarandi niðurstöðu úr könnunarprófunum, sá hæsti er Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ með 37,91 stig.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að niðurstöður prófanna bendi til þess að enn dragi í sundur með höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Sami munur kom fram í PISA-könnununum sem kynntar voru fyrr í þessum mánuði. „Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Arnór. Arnór segir Menntamálastofnun hafa bent á að stuðningur við skólana skipti þarna miklu máli. „Stærstu sveitarfélögin hafa jafnvel stórar fræðsluskrifstofur og geta veitt skólunum faglegan stuðning. Í smærri sveitarfélögum er þetta kannski í höndum skólanefndar sem hefur ekki þekkingu til að sinna þessu. Þessi umræða sem núna er í gangi varðandi sameiningu sveitarfélaga snýr að því að með færri og sterkari einingum getum við stutt við þessari stofnanir.“ Arnór bendir á að lítill stuðningur við skólana leiði út frá sér. „Kennarar finna ekki fyrir stuðningi og bestu kennararnir leita þá annað. Það er margt sem spilar inn í þegar verið er að manna skólana.“ Í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar en þrír þeirra komast á lista yfir þá skóla sem best koma út úr samræmdu prófunum í stærðfræði. Enginn af skólunum í Reykjanesbæ kemst á lista yfir þá skóla sem verst gengur. Arnór bendir á að þetta sé afleiðing þess að Reykjanesbær hafi nýtt samræmdu prófin til að betrumbæta grunnskóla bæjarins í stað þess að stinga niðurstöðunni ofan í skúffu. „Sveitarfélagið notaði samræmd könnunarpróf og setti sér markmið út frá þeim um að ná meðaltali. Þannig hefur sveitarfélagið getað fylgt markmiðunum eftir.“ Hann segir hins vegar að tilhneiging sé til þess innan skólanna að taka þau skilaboð sem prófin senda skólunum ekki nægilega alvarlega. Árangur Reykjanesbæjar sýni svart á hvítu að þau geti nýst til að bæta skólana. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Þeir 25 grunnskólar sem sýna virkilega laka niðurstöðu úr samræmdum prófum í stærðfræði fyrir 7. bekk dala langflestir í einkunn frá því sem verið hefur síðastliðin ár. Aðeins tveir skólar hafa bætt sig marktækt þrátt fyrir að falla enn í þann flokk að vera fyrir neðan landsmeðaltal. Menntamálastofnun hefur lokið við að fara yfir samræmd könnunarpróf sem tekin voru í haust af nemendum í fjórða og sjöunda bekk um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma fyrir skólana og allt fyrir ofan 32 þykir mjög góð útkoma. Eins og áður segir fá 25 skólar niðurstöður úr könnunarprófunum sem eru fyrir neðan 28, sá lægsti er Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem skorar 19,64 stig. Aðrir 25 skólar þykja fá framúrskarandi niðurstöðu úr könnunarprófunum, sá hæsti er Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ með 37,91 stig.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að niðurstöður prófanna bendi til þess að enn dragi í sundur með höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Sami munur kom fram í PISA-könnununum sem kynntar voru fyrr í þessum mánuði. „Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Arnór. Arnór segir Menntamálastofnun hafa bent á að stuðningur við skólana skipti þarna miklu máli. „Stærstu sveitarfélögin hafa jafnvel stórar fræðsluskrifstofur og geta veitt skólunum faglegan stuðning. Í smærri sveitarfélögum er þetta kannski í höndum skólanefndar sem hefur ekki þekkingu til að sinna þessu. Þessi umræða sem núna er í gangi varðandi sameiningu sveitarfélaga snýr að því að með færri og sterkari einingum getum við stutt við þessari stofnanir.“ Arnór bendir á að lítill stuðningur við skólana leiði út frá sér. „Kennarar finna ekki fyrir stuðningi og bestu kennararnir leita þá annað. Það er margt sem spilar inn í þegar verið er að manna skólana.“ Í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar en þrír þeirra komast á lista yfir þá skóla sem best koma út úr samræmdu prófunum í stærðfræði. Enginn af skólunum í Reykjanesbæ kemst á lista yfir þá skóla sem verst gengur. Arnór bendir á að þetta sé afleiðing þess að Reykjanesbær hafi nýtt samræmdu prófin til að betrumbæta grunnskóla bæjarins í stað þess að stinga niðurstöðunni ofan í skúffu. „Sveitarfélagið notaði samræmd könnunarpróf og setti sér markmið út frá þeim um að ná meðaltali. Þannig hefur sveitarfélagið getað fylgt markmiðunum eftir.“ Hann segir hins vegar að tilhneiging sé til þess innan skólanna að taka þau skilaboð sem prófin senda skólunum ekki nægilega alvarlega. Árangur Reykjanesbæjar sýni svart á hvítu að þau geti nýst til að bæta skólana. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent