Guðni og Halla efst: „Örlagarík og spennandi nótt framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 22:30 Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur voru kynntar. „Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
„Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira