Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2016 11:04 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar, sem ekki er til sem stjórnarfarsleg eining, þykja hinar undarlegustu. Fyrir rúmri viku þá keypti ríkisstjórnin heilsíðuauglýsingar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þar sem hún vill vekja athygli á sínum góðu verkum. Ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því að svo virðist vera að stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu komnir í kosningagírinn nú þegar rúmt ár er til kosninga, og þeir séu þá að misnota aðstöðu sína. Sú er í það minnsta skoðun Björns Vals Gíslasonar varaformaður VG sem skrifar á bloggsíðu sína:Ýmsir eru þeirrar skoðunar að heilsíðuauglýsingar ríkisstjórnarinnar séu kosningaáróður fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk.„Ríkisstjórn hægriflokkanna hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt í Fréttablaðinu undir nafni ríkisstjórnar Íslands. Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði,“ skrifaði Björn Valur 5. janúar og segir ýmsar spurningar vakna um pólitískar auglýsingar af þessu tagi og telur hann stjórnarflokkana komna út á hálan ís. Í þeirri auglýsingu sem Björn birtir er fjallað um lækkun tolla og aukinn kaupmátt.Fyrirspurn VísisVísir sendi svohljóðandi fyrirspurn á Sigurð Má Jónsson 22. þessa mánaðar: Sæll herra upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar! Hér er fyrirspurn. Ég rek augu í það að í Mogga dagsins er heilsíðuauglýsing frá ríkisstjórn Íslands. a) Hvaðan kemur það fé sem varið er til auglýsingarinnar, þá gerðar og birtingar? b) Hversu mikið kostaði að láta gera auglýsinguna og svo birtingarkostnaður? c) Er eðlilegt að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, er ekki margvíslegur vettvangur annar eðlilegri? Svo sem ræðupúlt Alþingis hvaðan sendar eru sérstaklega út allar ræður þingmanna? Eða bara í fjölmiðlum? d) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum? e) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír, nú þegar rúmt ár er til kosninga? f) Væri ekki eðlilegra að flokkarnir mættu þeim kostnaði sem af slíku hlýst með því að taka af því fé sem sérstaklega er veitt beint til flokkanna?Sigurður Már. Upplýsingafulltrúinn er tregur til að veita upplýsingar.Svar barst samdægurs svohljóðandi: „Ánægjulegt að þú hefur rekið augun í auglýsinguna í Morgunblaðinu - hún var reyndar líka í Fréttablaðinu í gær en hefur greinilega farið framhjá þér. Við höfum móttekið ósk þína og setjum málið í vinnslu.“Engin svörSíðan hefur Vísir ítrekað fyrirspurn sína tvívegis en því hefur í engu verið svarað. Samkvæmt upplýsingalögum, 17. grein, skal tekin ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.“ Ríkisstjórnin virðist samkvæmt þessu hafa brotið gegn upplýsingalögum, en gæti falið sig á bak við það að hér er kveðið á um aðgang að gögnum, en lögin snúa ekki að fyrirspurnum. Í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn þessa efnis segir að svo virðist að hvergi sé skýrt kveðið á um það í lögum að ráðuneyti/upplýsingafulltrúar verði að svara fjölmiðlum innan ákveðins tímafrests. „Það er hins vegar óskráð meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvald á rétt á að fá skriflegt svar nema erindið beri það með sér að svars sé ekki vænst,“ segir meðal annars í svörum frá fjölmiðlanefnd.Hreinar og klárar áróðursauglýsingarÁrna Pál Árnason formaður Samfylkingar segir hér um hreinar og klárar áróðursauglýsingar að ræða. „Okkur finnst þetta mjög undarleg ráðstöfun á almannafé, enda um hreinar áróðursauglýsingar að ræða en ekki neinar upplýsingar til almennings um rétt sem fólk er að fá eða slíkt. Þá vekur athygli að fyrirbærið „ríkisstjórn Íslands“ stendur fyrir auglýsingunum, en það fyrirbæri er ekki til sem stjórnarfarsleg eining og hefur ekki kennitölu,“ sagði Árni Páll í samtali við Vísi nú fyrir helgi. Hann sagði jafnframt að til stæði að Katrín Júlíusdóttir muni leggja fram fyrirspurn um þetta í dag. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Fyrir rúmri viku þá keypti ríkisstjórnin heilsíðuauglýsingar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þar sem hún vill vekja athygli á sínum góðu verkum. Ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því að svo virðist vera að stjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu komnir í kosningagírinn nú þegar rúmt ár er til kosninga, og þeir séu þá að misnota aðstöðu sína. Sú er í það minnsta skoðun Björns Vals Gíslasonar varaformaður VG sem skrifar á bloggsíðu sína:Ýmsir eru þeirrar skoðunar að heilsíðuauglýsingar ríkisstjórnarinnar séu kosningaáróður fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk.„Ríkisstjórn hægriflokkanna hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt í Fréttablaðinu undir nafni ríkisstjórnar Íslands. Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði,“ skrifaði Björn Valur 5. janúar og segir ýmsar spurningar vakna um pólitískar auglýsingar af þessu tagi og telur hann stjórnarflokkana komna út á hálan ís. Í þeirri auglýsingu sem Björn birtir er fjallað um lækkun tolla og aukinn kaupmátt.Fyrirspurn VísisVísir sendi svohljóðandi fyrirspurn á Sigurð Má Jónsson 22. þessa mánaðar: Sæll herra upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar! Hér er fyrirspurn. Ég rek augu í það að í Mogga dagsins er heilsíðuauglýsing frá ríkisstjórn Íslands. a) Hvaðan kemur það fé sem varið er til auglýsingarinnar, þá gerðar og birtingar? b) Hversu mikið kostaði að láta gera auglýsinguna og svo birtingarkostnaður? c) Er eðlilegt að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, er ekki margvíslegur vettvangur annar eðlilegri? Svo sem ræðupúlt Alþingis hvaðan sendar eru sérstaklega út allar ræður þingmanna? Eða bara í fjölmiðlum? d) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum? e) Má túlka þetta sem svo að ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír, nú þegar rúmt ár er til kosninga? f) Væri ekki eðlilegra að flokkarnir mættu þeim kostnaði sem af slíku hlýst með því að taka af því fé sem sérstaklega er veitt beint til flokkanna?Sigurður Már. Upplýsingafulltrúinn er tregur til að veita upplýsingar.Svar barst samdægurs svohljóðandi: „Ánægjulegt að þú hefur rekið augun í auglýsinguna í Morgunblaðinu - hún var reyndar líka í Fréttablaðinu í gær en hefur greinilega farið framhjá þér. Við höfum móttekið ósk þína og setjum málið í vinnslu.“Engin svörSíðan hefur Vísir ítrekað fyrirspurn sína tvívegis en því hefur í engu verið svarað. Samkvæmt upplýsingalögum, 17. grein, skal tekin ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.“ Ríkisstjórnin virðist samkvæmt þessu hafa brotið gegn upplýsingalögum, en gæti falið sig á bak við það að hér er kveðið á um aðgang að gögnum, en lögin snúa ekki að fyrirspurnum. Í svari fjölmiðlanefndar við fyrirspurn þessa efnis segir að svo virðist að hvergi sé skýrt kveðið á um það í lögum að ráðuneyti/upplýsingafulltrúar verði að svara fjölmiðlum innan ákveðins tímafrests. „Það er hins vegar óskráð meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvald á rétt á að fá skriflegt svar nema erindið beri það með sér að svars sé ekki vænst,“ segir meðal annars í svörum frá fjölmiðlanefnd.Hreinar og klárar áróðursauglýsingarÁrna Pál Árnason formaður Samfylkingar segir hér um hreinar og klárar áróðursauglýsingar að ræða. „Okkur finnst þetta mjög undarleg ráðstöfun á almannafé, enda um hreinar áróðursauglýsingar að ræða en ekki neinar upplýsingar til almennings um rétt sem fólk er að fá eða slíkt. Þá vekur athygli að fyrirbærið „ríkisstjórn Íslands“ stendur fyrir auglýsingunum, en það fyrirbæri er ekki til sem stjórnarfarsleg eining og hefur ekki kennitölu,“ sagði Árni Páll í samtali við Vísi nú fyrir helgi. Hann sagði jafnframt að til stæði að Katrín Júlíusdóttir muni leggja fram fyrirspurn um þetta í dag.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira