
„Þetta bindi fékk ég í gjöf frá Dorrit,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spurður út í gula fílabindið sem vakti heldur betur athygli á samskiptamiðlum eftir blaðamannafund á Bessastöðum á mánudaginn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur skartar bindinu í hinum ýmsu erindagjörðum. Ætli bindið sé í miklu uppáhaldi hjá Ólafi?
„Bindið er í uppáhaldi hjá mér, ég hef notað það oft,“ segir Ólafur Ragnar, en engan skal þó undra, að Dorrit hafi gefið honum bindið, enda er hún þekkt fyrir fágaða og fallega fatastíl og meðal annars verið valin best klædda kona landsins..