Brady sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 10:30 Stuðningsmenn Patriots voru með þetta allt á hreinu í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira