Þingmaður kallar eftir aðskilnaði ríkis og kirkju styðji hún presta Laugarneskirkju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2016 13:15 Brynjar Níelsson er ósáttur við prestana í Laugarneskirkju. Vísir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem reyndu að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. Segir hann að styðji yfirstjórn Þjóðkirkjunnar presta Laugarneskirkju sé „lítið annað að gera en að aðskilja ríki og kirkju.“ Laugarneskirkja var í lok síðasta mánaðar opnuð fyrir tveimur ungum írökskum hælisleitendum sem vísa átti úr landi. Átti að láta að reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað að fornum sið. Gekk það ekki eftir en lögregla flutti mennina úr kirkjunni og voru þeir sendir til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.Sjá einnig: Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nóttÁ Facebook-síðu sinni segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að prestar í Laugarneskirkju „skyldu hafa frumkvæði að því að reyna að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu með því að hýsa hælisleitendur sem vísað hafði verið frá landinu.“ Gagnrýnir hann einnig stuðning yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar við presta Laugarneskirkju en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagðist vera slegin yfir því hvað kirkjunni væri sýnd mikil óvirðing með aðgerðum yfirvalda í Laugarneskirkju. „Ef stuðningur er hjá yfirstjórn kirkjunnar við framferði þeirra í Laugarneskirkju í þessu máli er lítið annað að gera en að aðskilja ríki og kirkju,“ segir Brynjar sem bendir á að vilji prestar berjast fyrir breytingu á lögum varðandi hælisleitendur þurfi þeir að berjast fyrir því á „markaðstorgi hugmyndanna.“Birt var myndband af því þegar lögreglumenn drógu mennina út úr kirkjunni og vakti það hörð viðbrögð. Hafa prestar Laugarneskirkju ekki útilokað að láta reyna á kirkjuna sem griðast á ný. Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við presta í Laugarneskirkju sem reyndu að hýsa hælisleitendur sem vísa átti úr landi. Segir hann að styðji yfirstjórn Þjóðkirkjunnar presta Laugarneskirkju sé „lítið annað að gera en að aðskilja ríki og kirkju.“ Laugarneskirkja var í lok síðasta mánaðar opnuð fyrir tveimur ungum írökskum hælisleitendum sem vísa átti úr landi. Átti að láta að reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað að fornum sið. Gekk það ekki eftir en lögregla flutti mennina úr kirkjunni og voru þeir sendir til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.Sjá einnig: Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nóttÁ Facebook-síðu sinni segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að prestar í Laugarneskirkju „skyldu hafa frumkvæði að því að reyna að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu með því að hýsa hælisleitendur sem vísað hafði verið frá landinu.“ Gagnrýnir hann einnig stuðning yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar við presta Laugarneskirkju en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagðist vera slegin yfir því hvað kirkjunni væri sýnd mikil óvirðing með aðgerðum yfirvalda í Laugarneskirkju. „Ef stuðningur er hjá yfirstjórn kirkjunnar við framferði þeirra í Laugarneskirkju í þessu máli er lítið annað að gera en að aðskilja ríki og kirkju,“ segir Brynjar sem bendir á að vilji prestar berjast fyrir breytingu á lögum varðandi hælisleitendur þurfi þeir að berjast fyrir því á „markaðstorgi hugmyndanna.“Birt var myndband af því þegar lögreglumenn drógu mennina út úr kirkjunni og vakti það hörð viðbrögð. Hafa prestar Laugarneskirkju ekki útilokað að láta reyna á kirkjuna sem griðast á ný.
Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34
Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07