Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Fyrrverandi nemendur Landakotsskóla fengu bætur frá Kaþólsku kirkjunni sem voru talsvert lægri en sanngirnisbætur sem ríkissjóður greiddi nemendum annarra stofnana. vísir/valli Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kallar nú eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir árið 1992 og nemenda Landakotsskóla. Í desember síðastliðnum var lögum um sanngirnisbætur úr ríkissjóði til þeirra sem máttu sæta illri meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum á vegum hins opinbera breytt. Ráðherra er nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Unnt er að hafa til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. „Þetta var einkum gert til að mæta fyrrverandi nemendum Landakotsskóla sem rekinn var af Kaþólsku kirkjunni. Hún skipaði á sínum tíma rannsóknarnefnd sem fór yfir viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um að nemendur hefðu mátt sæta ofbeldi í skólanum, þar á meðal kynferðisofbeldi,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Niðurstaða nefndarinnar var að allmargar frásagnir hefðu borist um ofbeldi og illa meðferð á nemendum og starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við þeim og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í júní 2014 bauð kirkjan bætur frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur.Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystraFólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Svokölluð vistheimilanefnd afmarkaði könnun á Heyrnleysingjaskólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. „Nefndin taldi að með þau að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum,“ segir Halldór. Hann segir síðari mörkin, árið 1992, hafa verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist árið 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaganna. „Jafnframt taldi nefndin að með þessu yrði einfaldara að afla upplýsinga þar sem viðmælendur nefndarinnar gætu ekki bakað sér refsiábyrgð með því sem þeir ræddu við nefndina,“ segir Halldór. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu vegna þessa. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 17. desember síðastliðinn var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hefði ekki umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Halldór segir að í ljósi þessarar niðurstöðu sé nú kallað eftir bótakröfum frá þeim sem voru nemendur í skólanum fyrir árið 1947 og eftir árið 1992. Frestur til að lýsa kröfu er til 10. júní næstkomandi. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra kallar nú eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir árið 1992 og nemenda Landakotsskóla. Í desember síðastliðnum var lögum um sanngirnisbætur úr ríkissjóði til þeirra sem máttu sæta illri meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum á vegum hins opinbera breytt. Ráðherra er nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Unnt er að hafa til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. „Þetta var einkum gert til að mæta fyrrverandi nemendum Landakotsskóla sem rekinn var af Kaþólsku kirkjunni. Hún skipaði á sínum tíma rannsóknarnefnd sem fór yfir viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um að nemendur hefðu mátt sæta ofbeldi í skólanum, þar á meðal kynferðisofbeldi,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Niðurstaða nefndarinnar var að allmargar frásagnir hefðu borist um ofbeldi og illa meðferð á nemendum og starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við þeim og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í júní 2014 bauð kirkjan bætur frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur.Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystraFólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Svokölluð vistheimilanefnd afmarkaði könnun á Heyrnleysingjaskólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. „Nefndin taldi að með þau að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum,“ segir Halldór. Hann segir síðari mörkin, árið 1992, hafa verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist árið 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaganna. „Jafnframt taldi nefndin að með þessu yrði einfaldara að afla upplýsinga þar sem viðmælendur nefndarinnar gætu ekki bakað sér refsiábyrgð með því sem þeir ræddu við nefndina,“ segir Halldór. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu vegna þessa. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 17. desember síðastliðinn var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hefði ekki umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Halldór segir að í ljósi þessarar niðurstöðu sé nú kallað eftir bótakröfum frá þeim sem voru nemendur í skólanum fyrir árið 1947 og eftir árið 1992. Frestur til að lýsa kröfu er til 10. júní næstkomandi.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira