Nauðsynlegt að styðja betur við fólk á leigumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 20. janúar 2016 18:45 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrsla UNICEF um börn sem líða efnislegan skort sýni fram á nauðsyn þess að styðja betur við fólk á leigumarkaði. Mesti skortur meðal barna á Íslandi mælist á sviði húsnæðis samkvæmt skýrslu UNICEF eða um 13,4 prósent. Meðal annars var spurt um þröngbýli, aðgengi að salerni og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrslan sýni fram á nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við þessum vanda. „Mér finnst líka mjög áhugavert og mjög mikilvægt og styður við þá vinnu sem við höfum verið að vinna í ráðuneytinu að helsta ástæða skorts hjá börnum á Íslandi eru húsnæðismál foreldra þeirra. Það er fyllilega í samræmi við þær upplýsingar sem við höfðum og er ástæða þess að við leggjum jafn mikla áherslu á húsnæðismálin í velferðarráðuneytinu. Síðan er annar stærsti þátturinn sem við höfum séð líka í öðrum könnunum snýr að tómstundum og frístundum barnanna. En jákvæða niðurstaðan er að það er greinilegt að foreldrar eru að forgangsraða þannig að það eru færri börn sem líða skort hvað varðar mat þannig að forgangsröðunin hefur greinilega farið þangað,“ segir Eygló. Ráðherra hefur þegar lagt fram fjögur frumvörp á Alþingi sem snúa að húsnæðismarkaðinum en þeim er meðal annars ætlað að styrkja stöðu leigjenda. „Þessi skýrsla endurspeglar kreppuárin. Það var farið hér í mikinn niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Það tekur tíma að snúa því við. Það er greinilegt að staða barna er mjög tengd atvinnu- og húsnæðisstöðu foreldra. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og þar af leiðandi er staðan að batna. En við vitum það að staðan er ennþá erfið og ekki hvað síst á leigumarkaðinum," segir Eygló. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrsla UNICEF um börn sem líða efnislegan skort sýni fram á nauðsyn þess að styðja betur við fólk á leigumarkaði. Mesti skortur meðal barna á Íslandi mælist á sviði húsnæðis samkvæmt skýrslu UNICEF eða um 13,4 prósent. Meðal annars var spurt um þröngbýli, aðgengi að salerni og hvort næg dagsbirta komi inn um gluggana á húsnæðinu. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að skýrslan sýni fram á nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við þessum vanda. „Mér finnst líka mjög áhugavert og mjög mikilvægt og styður við þá vinnu sem við höfum verið að vinna í ráðuneytinu að helsta ástæða skorts hjá börnum á Íslandi eru húsnæðismál foreldra þeirra. Það er fyllilega í samræmi við þær upplýsingar sem við höfðum og er ástæða þess að við leggjum jafn mikla áherslu á húsnæðismálin í velferðarráðuneytinu. Síðan er annar stærsti þátturinn sem við höfum séð líka í öðrum könnunum snýr að tómstundum og frístundum barnanna. En jákvæða niðurstaðan er að það er greinilegt að foreldrar eru að forgangsraða þannig að það eru færri börn sem líða skort hvað varðar mat þannig að forgangsröðunin hefur greinilega farið þangað,“ segir Eygló. Ráðherra hefur þegar lagt fram fjögur frumvörp á Alþingi sem snúa að húsnæðismarkaðinum en þeim er meðal annars ætlað að styrkja stöðu leigjenda. „Þessi skýrsla endurspeglar kreppuárin. Það var farið hér í mikinn niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Það tekur tíma að snúa því við. Það er greinilegt að staða barna er mjög tengd atvinnu- og húsnæðisstöðu foreldra. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið og þar af leiðandi er staðan að batna. En við vitum það að staðan er ennþá erfið og ekki hvað síst á leigumarkaðinum," segir Eygló.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira