Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 22:49 Krystian á hjólinu sem um ræðir. Til hægri má sjá Shakrukh Khan. Vísir/Krystian/Getty Kópavogsbúinn Krystian Sikora lánaði indverskri stórstjörnu Kawasaki mótorhjólið sitt fyrir tökur á Bollywood myndinni Dilwale sem fram fara hér á landi um þessar mundir. Stjarnan er Shahrukh Khan en samkvæmt The Richest er hann næstríkasti leikari heims. Hann er því ríkasti leikari Indlands. „Þau vildu hjól í þessum lit,“ útskýrir Krystian en hjólið er eins og sjá má af meðfylgjandi myndum appelsínugult. „Þetta er eina ganghæfa Kawasaki hjólið í þessum lit á landinu. Það voru tvö en ég held að hitt sé ekki lengur í lagi. Þau vildu fá þennan lit og mig grunar að það sé vegna þess að kjóllinn á stelpunni sem var í myndinni var í þessum lit. Auk þess sem þetta er frábær litur sem kontrast við svarta sandinn.“Hjólið tók sig vel út á Sólheimasandi.Vísir/Aðsend myndKrystian ók á hjólinu til Víkur síðasta fimmtudag og hitti þar Khan og aðra í upptökuteyminu. Hringt hafði verið í hann snemma um morguninn og hann kominn á staðinn eftir hádegi. Hlutirnir gerast því greinilega hratt á Bollywood-öld. Krystian var á tökustað í um fjóra tíma á meðan stórleikarinn prófaði hjólið og tók upp senurnar. „Hann var bara rosa kúl,“ segir Krystian spurður um hvernig það hafi verið að hitta leikarann. „Ég vissi reyndar ekkert hver þetta var, ef ég hefði séð hann úti á götu hefði ég haldið að þetta væri bara venjulegur náungi. Hann og leikstjórinn voru svölustu gæjarnir þarna, ekki með neina stjörnustæla eða neitt.“ Hjólið vakti lukku Rukh Khan en hann fylgdist með Krystian keyra það áður en hann settist sjálfur á bak. „Svo var hann að keyra hjólið þó að það væru ekkert tökur. Æfði sig smá en það er greinilegt að hann kann að keyra mótorhjól. Enda á hann ábyggilega nokkur sjálfur miðað við hversu ríkur hann er,“ segir Krystian. Það var áhugavert að fylgjast með tökum á þessari Bollywood mynd en Krystian segir þetta hafa verið öðruvísi en nokkuð sem maður átti að venjast. „Það má kannski segja að sé öðruvísi kúl þarna úti heldur en hér á landi. Það var verið að taka upp tónlistaratriði og lagið er ekki eins og maður er vanur að heyra, stórskrýtnir tónar fyrir okkur. En þetta var bara gaman, gaman að fylgjast með þessari framleiðslu og sjá allar þessar stjörnur.“Hér má sjá leikarann og hjólið í miðjum tökum.Mynd/Krystian Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Kópavogsbúinn Krystian Sikora lánaði indverskri stórstjörnu Kawasaki mótorhjólið sitt fyrir tökur á Bollywood myndinni Dilwale sem fram fara hér á landi um þessar mundir. Stjarnan er Shahrukh Khan en samkvæmt The Richest er hann næstríkasti leikari heims. Hann er því ríkasti leikari Indlands. „Þau vildu hjól í þessum lit,“ útskýrir Krystian en hjólið er eins og sjá má af meðfylgjandi myndum appelsínugult. „Þetta er eina ganghæfa Kawasaki hjólið í þessum lit á landinu. Það voru tvö en ég held að hitt sé ekki lengur í lagi. Þau vildu fá þennan lit og mig grunar að það sé vegna þess að kjóllinn á stelpunni sem var í myndinni var í þessum lit. Auk þess sem þetta er frábær litur sem kontrast við svarta sandinn.“Hjólið tók sig vel út á Sólheimasandi.Vísir/Aðsend myndKrystian ók á hjólinu til Víkur síðasta fimmtudag og hitti þar Khan og aðra í upptökuteyminu. Hringt hafði verið í hann snemma um morguninn og hann kominn á staðinn eftir hádegi. Hlutirnir gerast því greinilega hratt á Bollywood-öld. Krystian var á tökustað í um fjóra tíma á meðan stórleikarinn prófaði hjólið og tók upp senurnar. „Hann var bara rosa kúl,“ segir Krystian spurður um hvernig það hafi verið að hitta leikarann. „Ég vissi reyndar ekkert hver þetta var, ef ég hefði séð hann úti á götu hefði ég haldið að þetta væri bara venjulegur náungi. Hann og leikstjórinn voru svölustu gæjarnir þarna, ekki með neina stjörnustæla eða neitt.“ Hjólið vakti lukku Rukh Khan en hann fylgdist með Krystian keyra það áður en hann settist sjálfur á bak. „Svo var hann að keyra hjólið þó að það væru ekkert tökur. Æfði sig smá en það er greinilegt að hann kann að keyra mótorhjól. Enda á hann ábyggilega nokkur sjálfur miðað við hversu ríkur hann er,“ segir Krystian. Það var áhugavert að fylgjast með tökum á þessari Bollywood mynd en Krystian segir þetta hafa verið öðruvísi en nokkuð sem maður átti að venjast. „Það má kannski segja að sé öðruvísi kúl þarna úti heldur en hér á landi. Það var verið að taka upp tónlistaratriði og lagið er ekki eins og maður er vanur að heyra, stórskrýtnir tónar fyrir okkur. En þetta var bara gaman, gaman að fylgjast með þessari framleiðslu og sjá allar þessar stjörnur.“Hér má sjá leikarann og hjólið í miðjum tökum.Mynd/Krystian
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira