Viðhorfin breyttust við móðurhlutverkið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2015 13:07 Hildur Björnsdóttir segir það hafa verið reiðarslag þegar hún áttaði sig á viðhorfi samfélagsins til útivinnandi mæðra. Vísir „Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja.“ Þetta skrifar Hildur Björnsdóttir, lögmaður og tveggja barna móðir á Vísi í dag. Pistill hennar, Syndir mæðranna, hefur vakið mikla athygli en hún, líkt og eiginmaður hennar, vinnur fullan vinnudag. Hún segir frá því í pistlinum að fólk hafi djúpstæðar áhyggjur af því að hún sem móðir vinni fulla vinnu. Hún sé ítrekað spurð að því hvort hún sé ekki sakbitin vegna þessa. „Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni," skrifaði Hildur á Vísi í dag.Stórir draumar - fram að móðurhlutverkinuHún segir í pistlinum að snemma í barnæsku sé stúlkum settir stórir draumar og háleitar hugmyndir. Möguleikarnir séu margvíslegir og tækifærin endalaus. Þær séu hvattar til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Samfélagið sé sagt betra með fleiri konum við stjórnvölinn. „Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir."Fjölskylda eða frami?Frá því að Hildur varð móðir hefur hún staðið frammi fyrir ýmis konar spurningum. Spurningum sem draga heimsmynd hennar í efa. Þessum viðhorfum verði að breyta. Viðhorfum sem setji konur í tapsætið og skipi þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. „Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna.“Hildur var til viðtals hjá Sindra Sindrasyni í þættinum Á uppleið á dögunum. Hægt er að sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Á uppleið Tengdar fréttir Syndir mæðranna "Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós,“ skrifar Hildur Björnsdóttir. 11. mars 2015 11:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja.“ Þetta skrifar Hildur Björnsdóttir, lögmaður og tveggja barna móðir á Vísi í dag. Pistill hennar, Syndir mæðranna, hefur vakið mikla athygli en hún, líkt og eiginmaður hennar, vinnur fullan vinnudag. Hún segir frá því í pistlinum að fólk hafi djúpstæðar áhyggjur af því að hún sem móðir vinni fulla vinnu. Hún sé ítrekað spurð að því hvort hún sé ekki sakbitin vegna þessa. „Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni," skrifaði Hildur á Vísi í dag.Stórir draumar - fram að móðurhlutverkinuHún segir í pistlinum að snemma í barnæsku sé stúlkum settir stórir draumar og háleitar hugmyndir. Möguleikarnir séu margvíslegir og tækifærin endalaus. Þær séu hvattar til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Samfélagið sé sagt betra með fleiri konum við stjórnvölinn. „Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir."Fjölskylda eða frami?Frá því að Hildur varð móðir hefur hún staðið frammi fyrir ýmis konar spurningum. Spurningum sem draga heimsmynd hennar í efa. Þessum viðhorfum verði að breyta. Viðhorfum sem setji konur í tapsætið og skipi þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. „Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna.“Hildur var til viðtals hjá Sindra Sindrasyni í þættinum Á uppleið á dögunum. Hægt er að sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Á uppleið Tengdar fréttir Syndir mæðranna "Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós,“ skrifar Hildur Björnsdóttir. 11. mars 2015 11:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Syndir mæðranna "Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós,“ skrifar Hildur Björnsdóttir. 11. mars 2015 11:30