Hilmar Örn: Ég læt bara vaða um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2015 08:00 Hilmari Erni Jónssyni líður vel á heimavelli sínum í Kaplakrika en hann vonast til að kasta langt á Meistaramótinu um helgina. Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Hápunktur frjálsíþróttatímabilsins hér innanlands verður um helgina þegar Meistaramót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið haldið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélögum skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreksmenn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sumarsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem eru rétt á eftir þeim bestu.“Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norðurlandamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli hans í Kaplakrika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Fréttablaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstranglegur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðinssleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggjunni um helgina. „Fyrir tímabilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni.Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira