Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2015 14:34 Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi. Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent