Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2015 14:34 Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi. Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira