Í síðustu viku fór Lífið á Vísi í gang með leik þar sem lesendur áttu að senda inn myndir af vel skreyttum húsum um land allt. Töluverður fjöldi af myndum barst en húsið við Austurveg á Selfossi stóð uppi sem sigurvegarinn.
„Þetta tekur ekkert það langan tíma og við vinnum þetta mjög hnitmiðað.“ Mikill fjöldi sendi inn myndir af umræddu húsi á Selfossi og segir Sólveig að töluverð traffík sé við húsið í desember.
„Við leggjum mjög mikið upp úr því að skeyta húsið ekkert brjálæðislega mikið og viljum hafa það smekklegt. Við viljum alls ekki að það sé eins og í Christmas Vacation myndinni.“
Í verðlaun fá þau hjónin 25 þúsund króna gjafabréf í Húsasmiðjunni.
