Líkir árásum á múslima við árásir á útrásarvíkinga og stjórnmálamenn eftir bankahrun ingvar haraldsson skrifar 18. janúar 2015 19:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson að Íslendingar eigi ekki að hleypa fólki sem líklegt sé til afbrota, áreitinnar öfgastefnu eða leti inn í landið. vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkir árásum á múslima að undanförnu við árásir á banka- og stjórnmálamenn eftir bankahrunið í færslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í dag.„Mér finnst fyrir neðan allar hellur, þegar menn veitast að múslimum hér á landi vegna gerða öfgahópa erlendis. En muna menn ekki, hvernig veist var að ýmsum bankamönnum hér dagana og mánuðina eftir bankahrun, svo að sumir þeirra sáu þann kost vænstan að flytjast úr landi? Og hvernig safnast var saman fyrir framan hús ýmissa stjórnmálamanna til að ógna þeim, til dæmis hús Þorgerðar Katrínar og Steinunnar Valdísar? Hvar var hneykslast á því?“ segir í færslu Hannesar. Færslan hefur vakið talsverða athygli en 91 hefur látið sér líka við færsluna og fjölmargar hafa skrifað athugasemdir við hana. Í einni athugasemd segir Hannes að duglegir innflytjendur sé mikilvægir og æskilegir. „En þeir verða að semja sig (upp að einhverju lágmarki) að siðum þeirrar þjóðar, sem þeir vilja setjast að hjá. Auðvitað megum við halda þorrablót í Kaliforníu og innflytjendur halda tunglhátíðir hér. En það er fráleitt, að við þurfum að hætta að bjóða upp á svínakjöt í skólum eða taka niður jólatré eða láta undan óskum um, að kvenkennarar kenni ekki unglingum frá Arabalöndunum. Hér eru ákveðnir siðir, sem við viljum ekki hverfa frá, til dæmis trúfrelsi, prentfrelsi og jafnrétti kynjanna,“ segir Hannes.Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segist ekki hafa orðið var við að íslenskir múslimar hafa orðið neinum til ama.vísir/valliSegir kvennfyrirlitningu algengari innan íslam Áfram heldur Hannes í athugsemd og segir: „Við verðum hins vegar að gera þær kröfur til íslenskra múslima, að þeir virði það frelsi, sem við höfum barist fyrir og okkur er dýrmætt. Þar megum við ekki slaka á. Og við eigum ekki að hleypa inn í landið fólki, sem líklegt er til afbrota, áreitinnar öfgastefnu eða leti og ómennsku á kostnað almennings. Landið á ekki að vera galopið.“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur tekur ekki undir þessi orð Hannesar og segir: „Ég hef ekki orðið var við annað en að þeir 1500 múslímar sem búa á Íslandi séu friðsamt fólk og engum til ama.“ Hannes segir að múslimar hér á landi séu að líkindum eins misjafnir og þeir séu margir. „Eflaust eru í þessum 1500 manna hópi jafnmargir góðir og vondir einstaklingar og í öðrum jafnfjölmennum hópum. En til þess eru vítin að varast þau. Lítum á dæmi Hollendinga og Dana. Þeir hafa sýnt þeim þremur hópum, sem ég nefndi (áreitnum öfgamönnum,letingjum og afbrotamönnum) allt of mikla linkind. Ef menn úr þessum hópum njóta ekki verndar ríkisborgararéttarins (sem flækir auðvitað málið talsvert), þá á að vísa þeim tafarlaust úr landi.“Sammmanlegir brestir Guðjón svara um hæl að öfgamenn, letingjar og afbrotamenn tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum, þetta séu sammannlegir brestir. Hannes segir þá að sé alveg rétt hjá Guðjóni að slíkir einstaklingar tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum. „...en það er óþarfi að hleypa slíku fólki inn í löndin,“ segir Hannes og bætir við: Og reynslan sýnir, að margir múslimar eiga erfiðara með að laga sig að siðum okkar en margir aðrir hópar. Til dæmis er kvenfyrirlitning þar algengari en í mörgum öðrum trúarbrögðum. Eflaust má ekki segja þetta, en það blasir við. Ég hef ekki orðið var við, að Búddatrúarmenn eða aðrir slíkir hópar hafi haft í frammi sömu áreitni og sumir múslimar,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn. Post by Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tengdar fréttir Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hannes Hólmsteinn Gissurason vill draga úr hinni evrópsku samrunaþróun. 16. september 2014 19:30 Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Prófessorinn telur rannsóknaraðila „láta um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað er af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki.“ 27. ágúst 2014 18:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkir árásum á múslima að undanförnu við árásir á banka- og stjórnmálamenn eftir bankahrunið í færslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í dag.„Mér finnst fyrir neðan allar hellur, þegar menn veitast að múslimum hér á landi vegna gerða öfgahópa erlendis. En muna menn ekki, hvernig veist var að ýmsum bankamönnum hér dagana og mánuðina eftir bankahrun, svo að sumir þeirra sáu þann kost vænstan að flytjast úr landi? Og hvernig safnast var saman fyrir framan hús ýmissa stjórnmálamanna til að ógna þeim, til dæmis hús Þorgerðar Katrínar og Steinunnar Valdísar? Hvar var hneykslast á því?“ segir í færslu Hannesar. Færslan hefur vakið talsverða athygli en 91 hefur látið sér líka við færsluna og fjölmargar hafa skrifað athugasemdir við hana. Í einni athugasemd segir Hannes að duglegir innflytjendur sé mikilvægir og æskilegir. „En þeir verða að semja sig (upp að einhverju lágmarki) að siðum þeirrar þjóðar, sem þeir vilja setjast að hjá. Auðvitað megum við halda þorrablót í Kaliforníu og innflytjendur halda tunglhátíðir hér. En það er fráleitt, að við þurfum að hætta að bjóða upp á svínakjöt í skólum eða taka niður jólatré eða láta undan óskum um, að kvenkennarar kenni ekki unglingum frá Arabalöndunum. Hér eru ákveðnir siðir, sem við viljum ekki hverfa frá, til dæmis trúfrelsi, prentfrelsi og jafnrétti kynjanna,“ segir Hannes.Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segist ekki hafa orðið var við að íslenskir múslimar hafa orðið neinum til ama.vísir/valliSegir kvennfyrirlitningu algengari innan íslam Áfram heldur Hannes í athugsemd og segir: „Við verðum hins vegar að gera þær kröfur til íslenskra múslima, að þeir virði það frelsi, sem við höfum barist fyrir og okkur er dýrmætt. Þar megum við ekki slaka á. Og við eigum ekki að hleypa inn í landið fólki, sem líklegt er til afbrota, áreitinnar öfgastefnu eða leti og ómennsku á kostnað almennings. Landið á ekki að vera galopið.“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur tekur ekki undir þessi orð Hannesar og segir: „Ég hef ekki orðið var við annað en að þeir 1500 múslímar sem búa á Íslandi séu friðsamt fólk og engum til ama.“ Hannes segir að múslimar hér á landi séu að líkindum eins misjafnir og þeir séu margir. „Eflaust eru í þessum 1500 manna hópi jafnmargir góðir og vondir einstaklingar og í öðrum jafnfjölmennum hópum. En til þess eru vítin að varast þau. Lítum á dæmi Hollendinga og Dana. Þeir hafa sýnt þeim þremur hópum, sem ég nefndi (áreitnum öfgamönnum,letingjum og afbrotamönnum) allt of mikla linkind. Ef menn úr þessum hópum njóta ekki verndar ríkisborgararéttarins (sem flækir auðvitað málið talsvert), þá á að vísa þeim tafarlaust úr landi.“Sammmanlegir brestir Guðjón svara um hæl að öfgamenn, letingjar og afbrotamenn tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum, þetta séu sammannlegir brestir. Hannes segir þá að sé alveg rétt hjá Guðjóni að slíkir einstaklingar tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum. „...en það er óþarfi að hleypa slíku fólki inn í löndin,“ segir Hannes og bætir við: Og reynslan sýnir, að margir múslimar eiga erfiðara með að laga sig að siðum okkar en margir aðrir hópar. Til dæmis er kvenfyrirlitning þar algengari en í mörgum öðrum trúarbrögðum. Eflaust má ekki segja þetta, en það blasir við. Ég hef ekki orðið var við, að Búddatrúarmenn eða aðrir slíkir hópar hafi haft í frammi sömu áreitni og sumir múslimar,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn. Post by Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Tengdar fréttir Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hannes Hólmsteinn Gissurason vill draga úr hinni evrópsku samrunaþróun. 16. september 2014 19:30 Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Prófessorinn telur rannsóknaraðila „láta um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað er af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki.“ 27. ágúst 2014 18:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hannes Hólmsteinn Gissurason vill draga úr hinni evrópsku samrunaþróun. 16. september 2014 19:30
Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Prófessorinn telur rannsóknaraðila „láta um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað er af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki.“ 27. ágúst 2014 18:00