Enski boltinn

Heskey framlengir við Bolton

Emile Heskey í leik með Bolton.
Emile Heskey í leik með Bolton. vísir/getty
Emile Heskey hefur staðið sig með sóma hjá Bolton og hefur nú verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína.

Hann samdi upprunalega við Bolton í desember síðastliðnum og gerði þá stuttan samning við félagið. Hann hefur nú fengið samning sem gildir út tímabilið.

Heskey byrjaði með látum því Eiður Smári lagði upp mark fyrir hans í fyrsta leik. Síðan hefur Heskey ekki skorað fyrir félagið í níu leikjum en þó látið til sín taka.

„Þetta er frábær leikmaður. Það voru margir hissa er við sömdum við hann en hann hefur sýnt að hann færir okkur ýmislegt. Við munum svo ræða framhaldið í sumar," sagði Neil Lennon, stjóri Bolton.

Heskey er orðinn 37 ára gamall og hefur víða komið við á löngum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×