Dómur sem snýst um 400 milljarða fellur Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:45 Vilhjálmur Bjarnason andskotast út í fjölmiðla og sakar þá um áhugaleysi; telur málið ólíkt merkilegra en að fjalla um nærbuxur Beyoncé. visir/vilhelm Í dag verður stundvíslega klukkan 15:35 kveðinn upp dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa rekið undanfarin ár gegn því sem Vilhjálmur Bjarnason, sem titlar sig ekki fjárfesti, segir „gegn ólöglega kynntri og útfærðri verðtryggingu allra húsnæðislána heimilanna. Um er að ræða mál sem HH reka og fjármagna, sem kynnt er á málaskrá sem mál Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur gegn Íbúðalánasjóði. „Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár,“ segir Vilhjálmur sem er formaður HH, spurður hvort hann sé spenntur. „Það var hlegið að mér þegar ég sagði að gengislánin væru ólögleg á sínum tíma. Sagt að ég væri hálfviti. Við vitum hvernig dómurinn fór. Þó enn eigi eftir að dæma varðandi gengislánin, að upprunalegu vextirnir haldi sér á þeim.“ Vilhjálmur reyndar furðar sig á því hversu lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt þessu, að hans mati. „Já, mér finnst það merkilegra en nærbuxur Beyoncé að það sé að koma dómur í dag sem gæti þýtt það að verðtryggð lán heimilanna lækki um 400 milljarða. Alla veganna það. Sem tekið yrði á afslættinum sem bankarnir fengu á lánasöfnunum,“ segir Vilhjálmur. Og hann er sigurviss. „Ef dæmt verður eftir lögum er ég hundrað prósent viss um hvernig fer.“ Að upprunalegu vextirnir haldi sér? En, eru ekki breytilegir vextir tíundaðir í lánasamningi þeim sem þú sjálfur skrifaðir undir? „Ég er alveg sáttur með vextina. Árna Páls-lögin settu lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands á gengislánin til þess að þeir sem eru með verðtryggð lán færu ekki að rífa kjaft. En, ég hef haldið áfram að vera vitlaus,“ segir Vilhjálmur sem að sjálfsögðu ætlar að mæta þegar dómsuppsaga verður. „Já, ég hangi á snerlinum á eftir. Verð þar þegar opnar.“ Vilhjálmur velkist hvergi í vafa um að þetta sé stærsta mál Íslandssögunnar „og mun leiðrétta alla verðtryggingu aftur til 11 janúar 2001 ef dæmt verður eftir lögum landsins sem við hljótum að gera kröfu um.“ Tengdar fréttir Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14 „Dómstólar hér á landi þurfa nú að taka mið af álitinu“ Hagsmunasamtök heimilanna telja áliti EFTA veita skýrar leiðbeiningar um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málaferlum. 28. nóvember 2014 07:53 Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum sem varða lögmæti verðtryggðra lána, enda sé þar um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar grundvallarstarfssemi Seðlabankans. 19. mars 2014 08:02 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í dag verður stundvíslega klukkan 15:35 kveðinn upp dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa rekið undanfarin ár gegn því sem Vilhjálmur Bjarnason, sem titlar sig ekki fjárfesti, segir „gegn ólöglega kynntri og útfærðri verðtryggingu allra húsnæðislána heimilanna. Um er að ræða mál sem HH reka og fjármagna, sem kynnt er á málaskrá sem mál Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur gegn Íbúðalánasjóði. „Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár,“ segir Vilhjálmur sem er formaður HH, spurður hvort hann sé spenntur. „Það var hlegið að mér þegar ég sagði að gengislánin væru ólögleg á sínum tíma. Sagt að ég væri hálfviti. Við vitum hvernig dómurinn fór. Þó enn eigi eftir að dæma varðandi gengislánin, að upprunalegu vextirnir haldi sér á þeim.“ Vilhjálmur reyndar furðar sig á því hversu lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt þessu, að hans mati. „Já, mér finnst það merkilegra en nærbuxur Beyoncé að það sé að koma dómur í dag sem gæti þýtt það að verðtryggð lán heimilanna lækki um 400 milljarða. Alla veganna það. Sem tekið yrði á afslættinum sem bankarnir fengu á lánasöfnunum,“ segir Vilhjálmur. Og hann er sigurviss. „Ef dæmt verður eftir lögum er ég hundrað prósent viss um hvernig fer.“ Að upprunalegu vextirnir haldi sér? En, eru ekki breytilegir vextir tíundaðir í lánasamningi þeim sem þú sjálfur skrifaðir undir? „Ég er alveg sáttur með vextina. Árna Páls-lögin settu lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands á gengislánin til þess að þeir sem eru með verðtryggð lán færu ekki að rífa kjaft. En, ég hef haldið áfram að vera vitlaus,“ segir Vilhjálmur sem að sjálfsögðu ætlar að mæta þegar dómsuppsaga verður. „Já, ég hangi á snerlinum á eftir. Verð þar þegar opnar.“ Vilhjálmur velkist hvergi í vafa um að þetta sé stærsta mál Íslandssögunnar „og mun leiðrétta alla verðtryggingu aftur til 11 janúar 2001 ef dæmt verður eftir lögum landsins sem við hljótum að gera kröfu um.“
Tengdar fréttir Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14 „Dómstólar hér á landi þurfa nú að taka mið af álitinu“ Hagsmunasamtök heimilanna telja áliti EFTA veita skýrar leiðbeiningar um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málaferlum. 28. nóvember 2014 07:53 Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum sem varða lögmæti verðtryggðra lána, enda sé þar um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar grundvallarstarfssemi Seðlabankans. 19. mars 2014 08:02 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14
„Dómstólar hér á landi þurfa nú að taka mið af álitinu“ Hagsmunasamtök heimilanna telja áliti EFTA veita skýrar leiðbeiningar um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málaferlum. 28. nóvember 2014 07:53
Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum sem varða lögmæti verðtryggðra lána, enda sé þar um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar grundvallarstarfssemi Seðlabankans. 19. mars 2014 08:02