Reglubreyting borgarinnar fækkar visthæfum bílum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2015 07:30 Bílastæðaklukka í visthæfum bíl og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. vísir/ernir/auðunn Reykjavíkurborg herti um áramótin reglur um hvaða bílar teljast visthæfir og hverjir ekki. Síðan 2011 hafa visthæfir bílar getað lagt frítt í gjaldskyld bílastæði borgarinnar í allt að níutíu mínútur. Fjöldi bifreiða fellur úr visthæfa flokknum með breytingunum og munu eigendur þeirra ekki geta nýtt sér þennan valkost. Áður töldust bílar visthæfir ef þeir losuðu minna en 120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra í blönduðum akstri en þetta mark hefur nú verið lækkað niður í hundrað grömm. Bifreiðar sem ganga fyrir vetni, rafmagni og metani falla einnig í flokk visthæfra ökutækja. Bílarnir mega í mesta falli vera 1.800 kílógrömm að þyngd og mega ekki vera á negldum vetrardekkjum. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að 11.432 skráðar bifreiðar hafi losað á bilinu 100-120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra. Sá fjöldi hefur talist óvisthæfur frá áramótum. Að auki vantar upplýsingar um tvinnökutæki. Á vefsíðu Bílgreinasambandsins má finna lista yfir bíla sem brenna bensíni, dísilolíu eða metani og uppfylla skilyrðin til að teljast visthæfir bílar. Á þeim lista eru rúmlega níutíu tegundir en aðeins tæpur þriðjungur þeirra uppfyllir nú skilyrðin til að teljast visthæfur. Rétt er að taka fram að listinn var síðast uppfærður í sumar og er ekki tæmandi talning á þeim ökutækjum er uppfylla skilyrðin.Fjölmargar bílategundir teljast ekki lengur visthæfar.„Það er bagalegt að það sé ráðist í þessar breytingar svo snöggt,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta getur verið einn af þeim hlutum sem hefur áhrif á ákvörðun neytenda um hvaða bíll verður fyrir valinu.“ Á heimasíðu FÍB má finna tilkynningu þar sem vakin er athygli á breytingunni. Þar er bent á að hún hafi lítið verið auglýst. Félagið hafi eingöngu fundið færslu þann 12. desember síðastliðinn á Facebook-síðu Bílastæðasjóðs og á vef sjóðsins með ódagsettri tilkynningu. Runólfur bætir því við að einhverjir séu nýbúnir að fá sér bíl sem féll áður í visthæfan flokk en sé þar ekki lengur. Aðrir gætu hafa pantað sér visthæfan bíl en á meðan þeir biðu eftir honum hafi hann fallið úr flokknum með einu pennastriki. „Þetta eru ekki vinnubrögð í anda þess sem við viljum sjá. Svona breytingar ætti að auglýsa með miklum fyrirvara,“ segir Runólfur. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Reykjavíkurborg herti um áramótin reglur um hvaða bílar teljast visthæfir og hverjir ekki. Síðan 2011 hafa visthæfir bílar getað lagt frítt í gjaldskyld bílastæði borgarinnar í allt að níutíu mínútur. Fjöldi bifreiða fellur úr visthæfa flokknum með breytingunum og munu eigendur þeirra ekki geta nýtt sér þennan valkost. Áður töldust bílar visthæfir ef þeir losuðu minna en 120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra í blönduðum akstri en þetta mark hefur nú verið lækkað niður í hundrað grömm. Bifreiðar sem ganga fyrir vetni, rafmagni og metani falla einnig í flokk visthæfra ökutækja. Bílarnir mega í mesta falli vera 1.800 kílógrömm að þyngd og mega ekki vera á negldum vetrardekkjum. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að 11.432 skráðar bifreiðar hafi losað á bilinu 100-120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra. Sá fjöldi hefur talist óvisthæfur frá áramótum. Að auki vantar upplýsingar um tvinnökutæki. Á vefsíðu Bílgreinasambandsins má finna lista yfir bíla sem brenna bensíni, dísilolíu eða metani og uppfylla skilyrðin til að teljast visthæfir bílar. Á þeim lista eru rúmlega níutíu tegundir en aðeins tæpur þriðjungur þeirra uppfyllir nú skilyrðin til að teljast visthæfur. Rétt er að taka fram að listinn var síðast uppfærður í sumar og er ekki tæmandi talning á þeim ökutækjum er uppfylla skilyrðin.Fjölmargar bílategundir teljast ekki lengur visthæfar.„Það er bagalegt að það sé ráðist í þessar breytingar svo snöggt,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta getur verið einn af þeim hlutum sem hefur áhrif á ákvörðun neytenda um hvaða bíll verður fyrir valinu.“ Á heimasíðu FÍB má finna tilkynningu þar sem vakin er athygli á breytingunni. Þar er bent á að hún hafi lítið verið auglýst. Félagið hafi eingöngu fundið færslu þann 12. desember síðastliðinn á Facebook-síðu Bílastæðasjóðs og á vef sjóðsins með ódagsettri tilkynningu. Runólfur bætir því við að einhverjir séu nýbúnir að fá sér bíl sem féll áður í visthæfan flokk en sé þar ekki lengur. Aðrir gætu hafa pantað sér visthæfan bíl en á meðan þeir biðu eftir honum hafi hann fallið úr flokknum með einu pennastriki. „Þetta eru ekki vinnubrögð í anda þess sem við viljum sjá. Svona breytingar ætti að auglýsa með miklum fyrirvara,“ segir Runólfur.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira