Innlent

Vilhjálmur Árnason og Viðskiptaráð hljóta Frelsisverðlaun SUS

Bjarki Ármannsson skrifar
Vilhjálmur Árnason og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Vilhjálmur Árnason og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Vísir
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Viðskiptaráð Íslands hljóta í ár Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar. Verðlaunin veitir stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna ár hvert einum einstaklingi og einum lögaðila sem að mati sambandsins hafa aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi.

Vilhjálmur hlýtur verðlaunin fyrir að leggja fram, og berjast fyrir, frumvarpi um frjálsa sölu áfengis á Íslandi. Viðskiptaráð Íslands er verðlaunað fyrir innlegg sín í samfélagsumræðuna, meðal annars um lágmörkun opinberra afskipta og ókosti þess að ríkið standi í samkeppnisrekstri við einkaaðila.


Tengdar fréttir

Ungir sjálfstæðismenn verðlauna Brynjar Níelsson og InDefence

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmanni og formanni Lögmannafélagsins, og InDefence hópnum svonefnd Frelsisverðlaun sambandins í ár. Verðlaunin fær Brynjar fyrir að vera ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði, líkt og það er orðað í tilkynningu SUS. Um InDefence segir að samtökin eigi hvað mestan heiður skilið fyrir að hindra að gengið yrði að kröfum Breta og Hollendinga Icesave málinu.

SUS heiðrar Margréti Pálu og Viðskiptaráð

Samband ungra sjálfstæðismanna afhenti í dag Frelsisverðlaun SUS sem gefin eru til heiðurs Kjartani Gunnarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Margréta Pálu Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, og Viðskiptaráð Íslands.

Pawel og RNH fá frelsisverðlaun SUS

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×