Margar konur keppast við að vara kynsystur sínar við á meðan aðrar gefa góð ráð um hvernig megi blása upp varirnar án skaða.

„Í stuttu máli má segja að með þessari blóðrásarstöðvun orsakast að bláæðarblóðið kemst ekki að. Bláæðarnar geta þannig sprungið og þá getur komið mar, eða ör. Slíkt getur svo leitt til ójafna í vörunum sökum vefjaskemmda og varirnar afmyndast í framhaldinu,“ útskýrir Guðmundur.
„Hér er verið að leika sér með áhættuna, sumar lenda ekki í þessu en aðrar gera það og það getur verið stórmál,“ segir hann og bætir við að afleiðingarnar gætu verið afar ófyrirsjáanlegar þótt upphaflega hafi átt að fylla varirnar sakleysislega."