Afgerandi samþykki í kjöri um samninga við SA og FA Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júní 2015 08:00 Eftir undirritun. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastóri SA, eftir undirritun samninga hjá Ríkissáttasemjara 29. maí síðastliðinn. vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent