Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook minnir á að mönnum sé frjálst að segja sannleikann. "Að geta tjáð sig opinberlega um eigin reynslu, skoðanir og hugðarefni er meðal þess sem er varið af tjáningarfrelsinu.“ segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður.vísir/gva „Ef fyrir liggur að í ummælum felist ásökun um kynferðisbrot og ljóst er að hverjum þau beinast þá þarf alls ekki að vera að þau flokkist sem meiðyrði,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður sem ver hagsmuni konu sem var krafin um greiðslu og hótað stefnu eftir að hún lýsti því yfir í lokuðum hóp á Facebook að hún ætlaði ekki að mæta á skemmtun hópsins vegna meintra kynferðisbrota sem áttu sér stað þegar hún var í grunnskóla. Konan fékk m.a. afsökunarbeiðni frá einhverjum af þeim drengjum sem að hennar sögn tóku þátt í meintri misnotkun á sínum tíma en frá meintum aðalgeranda fékk hún kröfubréf. „Ekkert hefur heyrst í lögmanninum en það er ekki sama að segja um umbjóðanda hans. Að sögn konunnar hefur sá aðili ítrekað krafið hana milliliðalaust um greiðslu.“Frjálst að segja sannleikann Sigrún minnir á að í löggjöfinni sé gert ráð fyrir því að mönnum sé almennt frjálst að segja sannleikann. „Þó hann sé sár. Sýnir þú fram á það fyrir dómi að ummæli þín séu sönn þá kann það að leiða til sýknu. Það getur þú gert þó brotið hafi aldrei verið kært til lögreglu, það kært til lögreglu en fellt niður og jafnvel ef sýknað var t.d. sökum fyrningar eða sakhæfisskorts. Ástæðan er sú að sönnunarkröfurnar sem gerðar eru í einkamálum eru ekki eins strangar og í sakamálum.“Salti stráð í sárin Sigrún segir umræðuna vekja upp spurningar um takmörkun á tjáningarfrelsi. „Það er svo eins og að strá salti í sár brotaþola ef hann er eltur uppi með kröfur um miskabætur í hvert sinn sem hann tjáir sig opinberlega um það ofbeldi sem hefur markað hann til lífstíðar. Margir hafa talað um að það sé nóg að banna nafngreiningar, en hvað þá með tjáningu þar sem má augljóslega lesa milli línanna um hvern ræðir? Ef við viljum einnig takmarka þá tjáningu, hvar drögum við mörkin?“ Hún segir jafnframt óviðunandi þegar einstaklingar eru opinberlega sakaðir um brot sem þeir frömdu ekki. „Hér vegast á tvennir mikilvægir hagsmunir en við getum ekki dregið mörkin með þeim hætti að tjáning brotaþola sé með öllu bönnuð. Að geta tjáð sig opinberlega um eigin reynslu, skoðanir og hugðarefni er meðal þess sem er varið af tjáningarfrelsinu.“ Sigrún mælir með því að þeir sem hafa verið krafðir um miskabætur vegna ummæla á netinu leiti ráða hjá lögmanni og býður sjálf fyrstu ráðgjöf að kostnaðarlausu. „Við mælum einnig með því að þeir sem eru að velta því fyrir sér að gera kröfu um miskabætur vegna særandi ummæla skoði vel hvort ummælin kunni að vera sönn og hvort það sé fjárhagslega og tilfinningalega þess virði að fara af stað með málið. Því eins og staðan er í dag vitum við ekki til þess að nokkur hafi verði dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um sína eigin reynslu af kynferðisbroti. Til eru þó dæmi um að slíkar kröfur hafi verið lagðar fyrir dómstóla án árangurs.“ Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
"Að geta tjáð sig opinberlega um eigin reynslu, skoðanir og hugðarefni er meðal þess sem er varið af tjáningarfrelsinu.“ segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður.vísir/gva „Ef fyrir liggur að í ummælum felist ásökun um kynferðisbrot og ljóst er að hverjum þau beinast þá þarf alls ekki að vera að þau flokkist sem meiðyrði,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður sem ver hagsmuni konu sem var krafin um greiðslu og hótað stefnu eftir að hún lýsti því yfir í lokuðum hóp á Facebook að hún ætlaði ekki að mæta á skemmtun hópsins vegna meintra kynferðisbrota sem áttu sér stað þegar hún var í grunnskóla. Konan fékk m.a. afsökunarbeiðni frá einhverjum af þeim drengjum sem að hennar sögn tóku þátt í meintri misnotkun á sínum tíma en frá meintum aðalgeranda fékk hún kröfubréf. „Ekkert hefur heyrst í lögmanninum en það er ekki sama að segja um umbjóðanda hans. Að sögn konunnar hefur sá aðili ítrekað krafið hana milliliðalaust um greiðslu.“Frjálst að segja sannleikann Sigrún minnir á að í löggjöfinni sé gert ráð fyrir því að mönnum sé almennt frjálst að segja sannleikann. „Þó hann sé sár. Sýnir þú fram á það fyrir dómi að ummæli þín séu sönn þá kann það að leiða til sýknu. Það getur þú gert þó brotið hafi aldrei verið kært til lögreglu, það kært til lögreglu en fellt niður og jafnvel ef sýknað var t.d. sökum fyrningar eða sakhæfisskorts. Ástæðan er sú að sönnunarkröfurnar sem gerðar eru í einkamálum eru ekki eins strangar og í sakamálum.“Salti stráð í sárin Sigrún segir umræðuna vekja upp spurningar um takmörkun á tjáningarfrelsi. „Það er svo eins og að strá salti í sár brotaþola ef hann er eltur uppi með kröfur um miskabætur í hvert sinn sem hann tjáir sig opinberlega um það ofbeldi sem hefur markað hann til lífstíðar. Margir hafa talað um að það sé nóg að banna nafngreiningar, en hvað þá með tjáningu þar sem má augljóslega lesa milli línanna um hvern ræðir? Ef við viljum einnig takmarka þá tjáningu, hvar drögum við mörkin?“ Hún segir jafnframt óviðunandi þegar einstaklingar eru opinberlega sakaðir um brot sem þeir frömdu ekki. „Hér vegast á tvennir mikilvægir hagsmunir en við getum ekki dregið mörkin með þeim hætti að tjáning brotaþola sé með öllu bönnuð. Að geta tjáð sig opinberlega um eigin reynslu, skoðanir og hugðarefni er meðal þess sem er varið af tjáningarfrelsinu.“ Sigrún mælir með því að þeir sem hafa verið krafðir um miskabætur vegna ummæla á netinu leiti ráða hjá lögmanni og býður sjálf fyrstu ráðgjöf að kostnaðarlausu. „Við mælum einnig með því að þeir sem eru að velta því fyrir sér að gera kröfu um miskabætur vegna særandi ummæla skoði vel hvort ummælin kunni að vera sönn og hvort það sé fjárhagslega og tilfinningalega þess virði að fara af stað með málið. Því eins og staðan er í dag vitum við ekki til þess að nokkur hafi verði dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um sína eigin reynslu af kynferðisbroti. Til eru þó dæmi um að slíkar kröfur hafi verið lagðar fyrir dómstóla án árangurs.“
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira