Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 15:06 Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm. Vísir/Kolbeinn Tumi Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira