Ákærður fyrir frelsissviptingu mánuði eftir dóm í Vogamálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 15:06 Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm. Vísir/Kolbeinn Tumi Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hinn 19 ára Sigurður Brynjar Jensson sætir ákæru ásamt 27 ára karlmanni fyrir frelsissviptingu og rán í Breiðholti í ágúst síðastliðnum. Sá 27 ára gamli er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Hinn 27 ára hefur ekki áður hlotið dóm og er hann því ekki nafngreindur í fréttinni. Þar var hann meðal annars í félagi við Kristján Markús Sívarsson sem hlaut tæplega fimm ára fangelsidóm. Sigurður Brynjar játaði í því máli að hafa gefið brotaþola rafstuð með rafbyssu að minnsta kosti einu sinni. Í málinu sem nú er höfðað eru Sigurður og félagi hans sakaðir um brot gegn pari, manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf. Svipt frelsi í á þriðju klukkustund Í ákærunni segir að mennirnir hafi svipt stúlkuna frelsi sínu og þvingað hana á brott með sér í því skyni að fá hana til að endurheimta töflurnar. Fóru þeir með hana heim til sín þar sem sá 27 ára á að hafa bæði slegið í andlit stúlkunnar og hrint henni niður tröppur í stigagangi hússins að því er segir í ákæru. Því næst eiga þeir að hafa farið aftur með stúlkuna á heimili hennar og kærastans þar sem þeir veittust að honum og hótuðu frekara ofbeldi ef þau létu ekki af hendi töflurnar og ef þau myndu tilkynna málið til lögreglu. Í beinu framhaldi eiga þeir að hafa tekið ófrjálsri hendi fartölvu, farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað. Á meðan á því stóð eru þeir sakaðir um að hafa kýlt kærastan með hnefa í andlitið. Í sameingingu eru þeir sakaðir um að hafa svipt parið frelsi sínu í fimmtíu mínútur annars vegar og en í tæpa tvær og hálfa klukkustund í tilfelli stúlkunnar. Skorin á kinn Þá er hinn 27 ára gamli sem fyrr segir ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið kærastann með hnífi í hægri fótlegg þegar hann lá á grúfu á gólfi íbúðarinnar og sparkað í höfuð hans og slegið. Þá hafi hann slegið þau með hamri, kærastann í höfuðið og kærustuna í handlegg. Á hann að hafa skorið þau bæði með hnífi á vinstri kinn og hlutu þau bæði fjögurra sm langan skurð. Kærastinn hlaut djúpan skurð á framanverðum hægri fótlegg. Upphaflega átti aðalmeðferð í málinu að fara fram í dag en henni var frestað þar sem ekki tókst nógu vel upp að boða vitni. Kærastinn fer fram á 2,7 milljónir króna í skaðabætur í einkaréttarkröfu en kærastan 3,8 milljónir króna.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira