Sigur Rós tekur upp í hljóðveri í New York Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós vinnur með virtum upptökustjóra í New York um þessar mundir. Sveitin gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli: Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er um þessar mundir stödd í hljóðveri í New York að taka upp nýtt efni. „Jú, það er rétt að strákarnir eru í hljóðveri í New York að vinna að nýju efni, en hvað kemur út úr því veit svo sem enginn að svo stöddu. Þeir hafa verið að hittast öðru hvoru á þessu ári til að vinna að nýju efni,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er sveitin að vinna þar með bandaríska upptökustjóranum John Congleton en hann vann meðal annars Grammy-verðlaun á síðasta ári fyrir upptökustjórn og hljóðblöndun á plötu bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent. Platan, sem er samnefnd tónlistarkonunni, var valin besta alternative-platan á Grammy-verðlaununum í fyrra. Upptökurnar eru þó ekki þær fyrstu sem sveitin vinnur með Grammy-verðlaunahafanum, því áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að sveitin, sem í dag er skipuð þeim Jóni Þór Birgissyni, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni, hafi unnið með John Congleton í hljóðveri Sigur Rósar hér á landi í mars síðastliðnum.Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum.Vísir/GettyFerlið er þó á frumstigi og ekki liggur fyrir hvenær nýtt efni eða ný plata kemur út. Sigur Rós hefur gefið út sjö breiðskífur. Hún gaf síðast út plötuna Kveikur árið 2013 og þar á undan plötuna Valtari árið 2012. Kveikur var jafnframt fyrsta platan sem sveitin gaf út eftir að Kjartan Sveinsson yfirgaf hljómsveitina. Sigur Rós hefur haldið sig til hlés síðan hún kláraði tónleikaferðalag sitt um heiminn í nóvember 2013. Það var stærsta tónleikaferðalag sveitarinnar og spilaði hún á 141 tónleikum í 32 löndum. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Meðlimir sveitarinnar hafa þó verið að vinna að öðrum verkefnum undanfarið og unnu bassaleikarinn Georg Holm, trommuleikarinn Orri Páll, gítarleikarinn Kjartan Holm sem hefur spilað hefur með sveitinni á tónleikaferðalögum og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson við að semja tónlistina við nýja heimildarmynd fyrir BBC sem ber titilinn The Show of Shows. Myndinni leikstýrir Benedikt Erlingsson og fer hún í sýningu á næsta ári. Tónlistin kemur þó út þann 21. ágúst á plötu sem nefnist Circe og var hún tekin upp í stúdíói Sigur Rósar í Reykjavík. Hér má sjá myndband við lagið Glósóli:
Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Sjá meira