Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2015 09:00 Í dag verður druslugangan gengin í fimmta sinn. Vísir/Andri Átak á vegum druslugöngunnar sem ber nafnið „drusluákall“ fór af stað fyrir aðeins tveimur dögum og nú þegar hafa hundruð kvenna og karla sagt sögu sína og tekið afstöðu með málstaðnum. Viðbrögðin við drusluákallinu hafa ekki látið á sér standa en þetta er það sem skipuleggjendur druslugöngunnar voru að vonast eftir. „Það er ekki alveg hægt að gera sér grein fyrir hvort svona grípi eða ekki en við vitum að það eru margir sem hafa lent í einhverju og þetta er góð leið til þess að kalla eftir breytingum hjá lögreglu og stjórnvöldum. Eftirfylgnin í þessum málum í dag er lítil sem engin. Nú er þessi bylting orðin of stór til þess að við náum að fylgjast með enda er þetta einhvers konar sameining á öllum þeim byltingum sem hafa átt sér stað á þessu ári. Slagorð göngunnar er „Ég á mig sjálf“ og það á vel við það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona druslugöngunnar.María Rut KristinsdóttirGuðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi sagði í gær frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var ung. María telur þetta setja sterkt fordæmi fyrir eldri kynslóðir þar sem þöggunin er hvað mest. „Guðfinna er að sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja frá þessu. Það sem við viljum er að fleiri af hennar kynslóð segi sögu sína þar sem svo margir eru að burðast með sína skömm sem er svo tilgangslaust. Ég veit hvernig þetta er og frelsið sem ég upplifði með því að segja frá.“ Druslugangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og endar á Austurvelli þar sem verða fluttar ræður og tónlistaratriði. „Það er allt klárt. Við verðum með skiltagerð fyrir gönguna og svo erum við búin að redda meiri varningi. Drusluderhúfurnar seldust upp á 20 mínútum í partíinu okkar á miðvikudaginn og við þurftum að grátbiðja um meira. Hægt verður að kaupa drusluvarning hjá Hallgrímskirkju og á Austurvelli á meðan birgðir endast.“ Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Átak á vegum druslugöngunnar sem ber nafnið „drusluákall“ fór af stað fyrir aðeins tveimur dögum og nú þegar hafa hundruð kvenna og karla sagt sögu sína og tekið afstöðu með málstaðnum. Viðbrögðin við drusluákallinu hafa ekki látið á sér standa en þetta er það sem skipuleggjendur druslugöngunnar voru að vonast eftir. „Það er ekki alveg hægt að gera sér grein fyrir hvort svona grípi eða ekki en við vitum að það eru margir sem hafa lent í einhverju og þetta er góð leið til þess að kalla eftir breytingum hjá lögreglu og stjórnvöldum. Eftirfylgnin í þessum málum í dag er lítil sem engin. Nú er þessi bylting orðin of stór til þess að við náum að fylgjast með enda er þetta einhvers konar sameining á öllum þeim byltingum sem hafa átt sér stað á þessu ári. Slagorð göngunnar er „Ég á mig sjálf“ og það á vel við það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona druslugöngunnar.María Rut KristinsdóttirGuðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi sagði í gær frá því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var ung. María telur þetta setja sterkt fordæmi fyrir eldri kynslóðir þar sem þöggunin er hvað mest. „Guðfinna er að sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja frá þessu. Það sem við viljum er að fleiri af hennar kynslóð segi sögu sína þar sem svo margir eru að burðast með sína skömm sem er svo tilgangslaust. Ég veit hvernig þetta er og frelsið sem ég upplifði með því að segja frá.“ Druslugangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og endar á Austurvelli þar sem verða fluttar ræður og tónlistaratriði. „Það er allt klárt. Við verðum með skiltagerð fyrir gönguna og svo erum við búin að redda meiri varningi. Drusluderhúfurnar seldust upp á 20 mínútum í partíinu okkar á miðvikudaginn og við þurftum að grátbiðja um meira. Hægt verður að kaupa drusluvarning hjá Hallgrímskirkju og á Austurvelli á meðan birgðir endast.“
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira