Sigga Lund snaraði sér úr fjölmiðlum yfir í fjárbúskap Guðrún Ansnes skrifar 16. júlí 2015 13:15 Sigga Lund Fjölmiðlakona og fjárbóndi. Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu. Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu.
Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30
Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45