Ekki að elta gamalmenni heldur nýja lesendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:30 Kristinn og Gunnar afhentu sænska kónginum sett af Íslendingasögunum og komu fram hjá Samfundet Sverige Island í Stokkhólmi. Mynd/Simon Carlbäck „Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“ Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira