Sport

Gunnar þarf bara að sleppa morgunmatnum

Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar
Gunnar þarf að missa nokkur kíló til að ná vigt.
Gunnar þarf að missa nokkur kíló til að ná vigt. Fréttablaðið/Getty
Margir bardagakappar í UFC þurfa að hrista af sér mörg kíló, stundum upp í 15, á síðustu dögunum fyrir bardaga. Gunnar Nelson er ekki einn þeirra og er í fámennum hópi sem þarf bara að taka af sér nokkur kíló til að ná vigt. „Gunni þarf bara að sleppa morgunmatnum einu sinni og þá er hann góður,“ sagði þjálfarinn John Kavanagh og brosti.

„Það þarf aldrei að hafa áhyggjur af þessum málum hjá Gunna. Það þarf ekkert að breyta út af vananum hjá honum. Hann er mjög þægilegur.“

Gunnar var venju samkvæmt pollrólegur og yfirvegaður er blaðamaður hitti á hann í gær. Hann virkar í betra formi en áður og gott ef hann er ekki í sínu besta formi frá upphafi. Hann hefur æft eins og brjálæðingur og er eins tilbúinn og hægt er að vera.

Æfingabúðum hans er lokið og síðustu dagarnir fara í slökun og léttar æfingar. Svo þarf að sinna fjölmiðlaskyldum og öðru tengdu. Eftir að hafa verið aðalstjarnan á UFC-kvöldi í Stokkhólmi er Gunnar vanur því að sinna mikilli fjölmiðlaathygli. Það gerir hann af yfirvegun og með bros á vör. Allir fjölmiðlamenn sem hann hitta ganga burt brosandi.

Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×