Lífið

Langar í strák

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Kanye, North og Kim eiga von á viðbót við fjölskylduna undir lok árs.
Kanye, North og Kim eiga von á viðbót við fjölskylduna undir lok árs. Vísir/Getty
Stjörnuhjónin Kim Kardashian West og Kanye West tilkynntu í síðustu viku að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrir eiga þau hina rúmlega tveggja ára gömlu North West.

Hjónin stefna á að fá að vita kynið á barninu í næsta mánuði en nákominn heimildarmaður á að hafa sagt erlendu slúðurpressunni að þau vonist eftir strák og geti þá farið að undirbúa blátt barnaherbergi á heimili sínu í Kaliforníu.

Holdafar Kim var mikið á milli tannanna á fólki á fyrri meðgöngu hennar og sagði hún í viðtali á þeim tíma að ummælin sem látin voru falla um hana hefðu virkilega sært hana og breytt því hvernig hún sýni sig á almannafæri.

Kim og Kaney eiga von á viðbót við fjölskylduna undir lok árs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×