Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Hluti samninganefndar BHM á fundi í karphúsinu í síðasta mánuði. Fundi sem hófst eftir hádegi í gær var á sjöunda tímanum frestað þar til síðdegis í dag. Fréttablaðið/Valli Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag. Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag.
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira