Gagnrýna tilboð Samtaka atvinnulífsins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2015 08:00 SA hefur boðið 23,5 prósenta launahækkun Fréttablaðið/Daníel „Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA. Verkfall 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA.
Verkfall 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira