Þurfa staðfestingu trúfélaga vegna hijab Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:00 Konur sem vilja bera höfuðklút á vegabréfum, hijab, þurfa staðfestingu trúfélags til þess. Vísir/Stefán Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira