Nótur öðlast nýtt líf hjá nýjum eigendum Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 14:30 Jón Hrólfur Sigurjónsson og Bjarki Sveinbjörnsson flokka og raða bókunum. Næsta laugardag kl. 12-15 mun Tónlistarsafn Íslands bjóða hverjum þeim sem áhuga hefur að eignast, gegn mjög vægu gjaldi, tónlistarbækur og nótur af ýmsum toga. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla tónlistarmenn að næla sér í sitthvað skemmtilegt gegn vægu verði. Bjarki Sveinbjörnsson hjá Tónlistarsafninu segir að hér sé um að ræða efni sem safninu hefur borist í gegnum árin en henti ekki varðveislustefnu þess. „Tónlistarsafn, líkt og önnur söfn, fær til sín mikið efni til varðveislu á hverju ári, en um leið áskilur það sér rétt til að meta hvað hefur varðveislugildi, hverju verður komið í umferð á ný og hverju verður fargað. Er þessi bóka- og nótnabasar liður í þeirri viðleitni, en um leið aðferð til að styrkja starfsemi safnsins. Við viljum vissulega að sem mest af þessu rati til tónlistarmanna og nýtist þeim sem best. Allt efni verður því selt á vægu verði, frá 100 krónum og upp í 2.000 krónur. Best er ef fólk tekur með sér staðgreiðslufé, en þó verður einnig tekið á móti greiðslum með kortum.“Tónlistarsafn Íslands er til húsa að Hábraut 2 í Kópavogi, gegnt Salnum. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Næsta laugardag kl. 12-15 mun Tónlistarsafn Íslands bjóða hverjum þeim sem áhuga hefur að eignast, gegn mjög vægu gjaldi, tónlistarbækur og nótur af ýmsum toga. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla tónlistarmenn að næla sér í sitthvað skemmtilegt gegn vægu verði. Bjarki Sveinbjörnsson hjá Tónlistarsafninu segir að hér sé um að ræða efni sem safninu hefur borist í gegnum árin en henti ekki varðveislustefnu þess. „Tónlistarsafn, líkt og önnur söfn, fær til sín mikið efni til varðveislu á hverju ári, en um leið áskilur það sér rétt til að meta hvað hefur varðveislugildi, hverju verður komið í umferð á ný og hverju verður fargað. Er þessi bóka- og nótnabasar liður í þeirri viðleitni, en um leið aðferð til að styrkja starfsemi safnsins. Við viljum vissulega að sem mest af þessu rati til tónlistarmanna og nýtist þeim sem best. Allt efni verður því selt á vægu verði, frá 100 krónum og upp í 2.000 krónur. Best er ef fólk tekur með sér staðgreiðslufé, en þó verður einnig tekið á móti greiðslum með kortum.“Tónlistarsafn Íslands er til húsa að Hábraut 2 í Kópavogi, gegnt Salnum.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira