Bjóða í leikhús Magnús Guðmundsson skrifar 6. maí 2015 10:00 Tilgátumynd af Hallgrími ungum eftir Sigurbjörgu A. Eiðsdóttur. Stoppleikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu á „Upp, upp“ – Æskusaga Hallgríms Péturssonar og segir Eggert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hallgríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höfundur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hallgrímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhúsið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki í leikhúsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetjum við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“ Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Stoppleikhópurinn hefur í vetur farið víða um landið við góðar undirtektir en nú er komið að síðustu sýningu á „Upp, upp“ – Æskusaga Hallgríms Péturssonar og segir Eggert Kaaber leikari og einn af forsvarsmönnum hópsins að upphaflegt tilefni verksins hafi verið 400 ára afmæli Hallgríms. „Leikritið segir æskusögu Hallgríms Péturssonar og er að stærstum hluta byggt á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem öðrum fremur hefur gert Hallgrími Péturssyni og konu hans, Guðríði Símonardóttur, skil í verkum sínum.“ Leikarar í sýningunni eru auk Eggerts þau Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð en sá síðastnefndi er einnig höfundur handrits og leikstjóri. Eggert segir verkið sniðið að ungum áhorfendum og miða að því að veita börnum og unglingum innsýn í lífsbaráttu Íslendinga á 17. öld og hvaða merkingu það hafði fyrir ungan dreng eins og Hallgrím Pétursson að alast upp í Skagafirði á þeim tíma. „Hvaða áhrif hafði það á hann að dvelja á biskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal og ganga í skóla á æðsta menntasetri landsins og kynnast því merka fólki sem þar bjó? Stórviðburðir sögunnar á borð við Kötlugos, farsóttir, hamfaraveður, galdrabrennur og Tyrkjaránið settu svip sinn á uppvöxt þessa mesta stórskálds þjóðarinnar. Þetta er mikið að melta fyrir þá sem eru á unglingsárum í dag. Krökkunum finnst einnig gaman að sjá og heyra að Hallgrímur þótti vera baldinn og hrekkjóttur þegar hann var á þeirra aldri, en við fylgjum honum fram til þess tíma sem hann heldur til Danmerkur í nám. Þess má geta að Stoppleikhúsið, sem samanstendur alfarið af atvinnuleikurum, er tuttugu ára um þessar mundir. Á þessum tuttugu árum höfum við sett upp 25 íslensk leikverk og við erum stolt af þessum árangri. Okkur finnst því sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki í leikhúsið í kvöld því það er enginn aðgangseyrir. Hins vegar hvetjum við fólk til þess að panta sér miða í síma 898-7205 svo það komi ekki að yfirfullu húsi í Gerðubergi í kvöld og þurfi frá að hverfa því það verður aðeins þessi eina sýning.“
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira