Tveir + einn í Salnum Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 13:15 Sif Margrét Tulinius fiðluleikari sækir ný verk til íslenskra tónskálda. Annað kvöld flytja Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Sónötu í Es-dúr opus 12 no. 3 og Sónötu í A-dúr opus 30 no. 1 eftir Ludwig Van Beethoven og Sif frumflytur verkið Praesentia eftir Huga Guðmundsson. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi kl. 19.30 með tónleikaspjalli Árna Heimis Ingólfssonar þar sem hann spjallar við tónskáld kvöldsins ásamt hugleiðingum um Beethoven. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tveir+einn sem Sif og Anna Guðný standa fyrir. Á öllum þessum tónleikum flytja þær fiðlusónötur Beethovens auk þess sem Sif frumflytur verk fyrir einleiksfiðlu eftir íslenskt tónskáld. „Fyrstu tónleikarnir voru í haust og þá frumflutti ég verk eftir Atla Ingólfsson sem var ákaflega vel tekið en nú er komið að Huga. Okkur Önnu Guðnýju langaði til þess að taka fyrir svona bálk á borð við fiðlusónötur Beethovens sem spanna langt ferli og gefa góða og áhugaverða yfirsýn yfir stóran hluta af hans ferli. Það er ákveðin nálgun að blanda saman gömlu og nýju efni á tónleikum. Enda ágætt að hafa í huga að Beethoven var eitt sinn samtímatónskáld og það voru einhverjir sem pöntuðu verk frá honum. Núna er það ég sem panta verk frá íslenskum tónskáldum. Það er ákaflega gaman að kynnast því hvernig þeir vinna og fá að fara ofan í saumana á þeirra ferli. Það er líka skemmtilegt hvað það er mikil gróska í klassískri tónlist á Íslandi í dag og mikið af tónskáldum að gera flotta hluti. Ég hef líka verið að skora á tónskáldin að fullnýta hljóðfærið og láta reyna á mig í senn. Að auki þá felst mikil áskorun í því fyrir mörg tónskáld að skrifa einleiksverk. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt og ég tek eina tónleika í einu. Safna svo í þá næstu sem er líka heilmikil vinna og fikra mig svona áfram þar til við Anna Guðný verðum búnar að klára þessa fimm tónleika seríu.“ Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Annað kvöld flytja Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Sónötu í Es-dúr opus 12 no. 3 og Sónötu í A-dúr opus 30 no. 1 eftir Ludwig Van Beethoven og Sif frumflytur verkið Praesentia eftir Huga Guðmundsson. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi kl. 19.30 með tónleikaspjalli Árna Heimis Ingólfssonar þar sem hann spjallar við tónskáld kvöldsins ásamt hugleiðingum um Beethoven. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tveir+einn sem Sif og Anna Guðný standa fyrir. Á öllum þessum tónleikum flytja þær fiðlusónötur Beethovens auk þess sem Sif frumflytur verk fyrir einleiksfiðlu eftir íslenskt tónskáld. „Fyrstu tónleikarnir voru í haust og þá frumflutti ég verk eftir Atla Ingólfsson sem var ákaflega vel tekið en nú er komið að Huga. Okkur Önnu Guðnýju langaði til þess að taka fyrir svona bálk á borð við fiðlusónötur Beethovens sem spanna langt ferli og gefa góða og áhugaverða yfirsýn yfir stóran hluta af hans ferli. Það er ákveðin nálgun að blanda saman gömlu og nýju efni á tónleikum. Enda ágætt að hafa í huga að Beethoven var eitt sinn samtímatónskáld og það voru einhverjir sem pöntuðu verk frá honum. Núna er það ég sem panta verk frá íslenskum tónskáldum. Það er ákaflega gaman að kynnast því hvernig þeir vinna og fá að fara ofan í saumana á þeirra ferli. Það er líka skemmtilegt hvað það er mikil gróska í klassískri tónlist á Íslandi í dag og mikið af tónskáldum að gera flotta hluti. Ég hef líka verið að skora á tónskáldin að fullnýta hljóðfærið og láta reyna á mig í senn. Að auki þá felst mikil áskorun í því fyrir mörg tónskáld að skrifa einleiksverk. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt og ég tek eina tónleika í einu. Safna svo í þá næstu sem er líka heilmikil vinna og fikra mig svona áfram þar til við Anna Guðný verðum búnar að klára þessa fimm tónleika seríu.“
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira