Mannanöfn og örnefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 13:00 Örnefnin eru úr ýmsum áttum, að sögn Jónínu. Allt frá því að vera á einni bújörð sem verið er að kortleggja yfir í örnefni í sólkerfinu. Vísir/Valli „Við fögnum fimmtán ára afmæli Nafnfræðifélagsins með málþingi og kaffiveitingum á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins,“ segir Jónína Hafsteinsdóttir. Hún var starfsmaður Örnefnastofnunar og ein þeirra sem stofnuðu Nafnfræðifélagið vorið 2000. Jónína segir starf félagsins á þessum fimmtán árum hafa falist í fyrirlestrahaldi þar sem mannanöfn og örnefni hafi verið ríkjandi efni. „Það hefur verið fjallað um gælunöfn og ættarnöfn, mannanafnalögin, nöfn þræla í Íslendingasögum og jólasveina. En líka kindanöfn, hljómsveitanöfn og bátanöfn svo eitthvað sé nefnt.“ Örnefnin eru allt frá því að vera á einni bújörð sem verið er að kortleggja yfir í örnefni í sólkerfinu að sögn Jónínu. „Það eru nánast engin takmörk." Á málþinginu á morgun verða þrjú erindi. Margrét Valmundsdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar segir frá því hvernig vitneskja um örnefni helst milli kynslóða. Jón Axel Harðarson prófessor fjallar um guðsheitið Yngva í germanskri goðafræði og mannanöfn leidd af því og Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir keltneskufræðingur ræðir um mikilvægi vegvísa á ákveðnum tungumálum.Málþingið hefst klukkan 13.15 á morgun og er ókeypis og öllum opið. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við fögnum fimmtán ára afmæli Nafnfræðifélagsins með málþingi og kaffiveitingum á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins,“ segir Jónína Hafsteinsdóttir. Hún var starfsmaður Örnefnastofnunar og ein þeirra sem stofnuðu Nafnfræðifélagið vorið 2000. Jónína segir starf félagsins á þessum fimmtán árum hafa falist í fyrirlestrahaldi þar sem mannanöfn og örnefni hafi verið ríkjandi efni. „Það hefur verið fjallað um gælunöfn og ættarnöfn, mannanafnalögin, nöfn þræla í Íslendingasögum og jólasveina. En líka kindanöfn, hljómsveitanöfn og bátanöfn svo eitthvað sé nefnt.“ Örnefnin eru allt frá því að vera á einni bújörð sem verið er að kortleggja yfir í örnefni í sólkerfinu að sögn Jónínu. „Það eru nánast engin takmörk." Á málþinginu á morgun verða þrjú erindi. Margrét Valmundsdóttir hjá Stofnun Árna Magnússonar segir frá því hvernig vitneskja um örnefni helst milli kynslóða. Jón Axel Harðarson prófessor fjallar um guðsheitið Yngva í germanskri goðafræði og mannanöfn leidd af því og Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir keltneskufræðingur ræðir um mikilvægi vegvísa á ákveðnum tungumálum.Málþingið hefst klukkan 13.15 á morgun og er ókeypis og öllum opið.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira