Hátíð án landamæra Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2015 11:30 Íris Stefanía Skúladóttir framkvæmdastjóri er stolt af fjölbreyttri og glæsilegri hátíð. Visir/Stefán Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Íris Stefanía Skúladóttir og hún segir hátíðina hafa vaxið og dafnað nokkuð jafnt og þétt frá upphafi. „Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og það var Friðrik Sigurðsson hjá Þroskahjálp sem skellti í þessa glæsilegu hátíð sem hefur verið haldin árlega síðan með einni undantekningu. List án landamæra er í dag sjálfstæð eining með aðild sex félaga og eina manneskju í fullu starfi allt árið og fleira starfsfólk á álagstímum.“ List án landamæra 2015 var sett í gær með opnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í dag verður sýningin Kirkjur og hús opnuð í Týsgalleríi. Á sunnudag verður svo samsýningin Allt og alls konar opnuð í Norræna húsinu en þar gefst gestum meðal annars kostur á að taka þátt í listsköpuninni en hátíðin stendur til 13. maí og er mikil að umsvifum. „Við erum ákaflega stolt af því að í dag er þetta ein af stærstu hátíðum sinnar tegundar í Evrópu. Það er dálítið sérstakt vegna þess að konseptið utangarðslist er fyrir löngu orðið mjög vel þekkt í Evrópu en við virðumst ennþá vera bundnari af ýmsum ósýnilegum landamærum manna á milli hérna heima. List án landamæra er ekki aðeins fyrir alla þá listamenn sem eru innan okkar vébanda, heldur einnig þann fjölda listunnenda sem er að finna á Íslandi. Við erum með einhver landamæri í hausnum þar sem við virðumst ósjálfrátt taka til við að skipa í flokka og skúffur. Það sem sýnir okkur hvað best fáránleikann í þessu er sá árangur sem listamenn innan okkar vébanda hafa verið að ná í menningarlífinu. Hjá okkur eru listamenn sem eru komnir á samning hjá galleríum, sýna erlendis og verk þeirra eru víða eftirsótt. Hjá okkur kemur saman fólk með ólíkan bakgrunn og vinnur að list á jafningjagrunni. Við verðum einnig með uppboð á 40 verkum, fatlaðra sem ófatlaðra listamanna, og það er dæmi um spennandi plattform fyrir alla sem að þessu koma að ógleymdu frábæru tækifæri fyrir listunnendur til þess að koma og láta á það reyna að gera góð kaup.“ Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Íris Stefanía Skúladóttir og hún segir hátíðina hafa vaxið og dafnað nokkuð jafnt og þétt frá upphafi. „Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og það var Friðrik Sigurðsson hjá Þroskahjálp sem skellti í þessa glæsilegu hátíð sem hefur verið haldin árlega síðan með einni undantekningu. List án landamæra er í dag sjálfstæð eining með aðild sex félaga og eina manneskju í fullu starfi allt árið og fleira starfsfólk á álagstímum.“ List án landamæra 2015 var sett í gær með opnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í dag verður sýningin Kirkjur og hús opnuð í Týsgalleríi. Á sunnudag verður svo samsýningin Allt og alls konar opnuð í Norræna húsinu en þar gefst gestum meðal annars kostur á að taka þátt í listsköpuninni en hátíðin stendur til 13. maí og er mikil að umsvifum. „Við erum ákaflega stolt af því að í dag er þetta ein af stærstu hátíðum sinnar tegundar í Evrópu. Það er dálítið sérstakt vegna þess að konseptið utangarðslist er fyrir löngu orðið mjög vel þekkt í Evrópu en við virðumst ennþá vera bundnari af ýmsum ósýnilegum landamærum manna á milli hérna heima. List án landamæra er ekki aðeins fyrir alla þá listamenn sem eru innan okkar vébanda, heldur einnig þann fjölda listunnenda sem er að finna á Íslandi. Við erum með einhver landamæri í hausnum þar sem við virðumst ósjálfrátt taka til við að skipa í flokka og skúffur. Það sem sýnir okkur hvað best fáránleikann í þessu er sá árangur sem listamenn innan okkar vébanda hafa verið að ná í menningarlífinu. Hjá okkur eru listamenn sem eru komnir á samning hjá galleríum, sýna erlendis og verk þeirra eru víða eftirsótt. Hjá okkur kemur saman fólk með ólíkan bakgrunn og vinnur að list á jafningjagrunni. Við verðum einnig með uppboð á 40 verkum, fatlaðra sem ófatlaðra listamanna, og það er dæmi um spennandi plattform fyrir alla sem að þessu koma að ógleymdu frábæru tækifæri fyrir listunnendur til þess að koma og láta á það reyna að gera góð kaup.“
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira