Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, rýnir í tölurnar í rauðu möppunni, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari (lengst til hægri) undirbýr fundinn. Fréttablaðið/Pjetur „Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira