Vilja svör um tengslin við Orku Energy fanney birna jónsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013. Illugi og Orka Energy Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira