Innlent

Hýsa myndir utan úr geimnum

utan úr geimnum Höfnin í San Francisco í BNA. Mynd/PlanetLabs
utan úr geimnum Höfnin í San Francisco í BNA. Mynd/PlanetLabs
Planet Labs, bandarískt hátæknifyrirtæki, hefur valið Advania sem hýsingaraðila fyrir safn háskerpumynda sem floti gervihnatta fyrirtækisins tekur stöðugt af jörðinni. Planet Labs rekur 71 gervihnött sem allir eru á sporbaug um jörðina og vakta ástand hennar. Hver gervihnöttur er aðeins um metri að lengd, tíu sentimetrar að breidd og vegur aðeins um fjögur kíló.

Gervihnettirnir skanna allt yfirborð jarðarinnar einu sinni á hverjum sólarhring og fylgjast m.a. með ástandi ræktarlands, vatnsforða og vexti þéttbýlis. Hýsing, flokkun og öruggur aðgangur að hinu gríðarstóra myndasafni Planet Labs er í gegnum Advania Open Cloud, tölvuský Advania. Þessi lausn byggir á Qstack-hugbúnaðinum frá Greenqloud og gagnaverum Advania hér á landi, segir í tilkynningu Advania.

Planet Labs var stofnað árið 2010 af vísindamönnum sem áður störfuðu hjá NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×