Spilaði sama lagið oft Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2015 12:30 „Þetta er dálítið skrítið starf, maður þarf að vera einn til að sinna því en þó gengur ekki að einangra sig þegar skrifað er um mannlífið,“ segir Sólveig. Vísir/Ernir ?Sagan gerist bæði í Smálöndunum í Svíþjóð og í Reykjavík, annars vegar árið 1985 og hinsvegar 2014. Lögguteymið úr fyrri bókum, Guðgeir, Sæunn og Andrés fæst við að leysa málin og í nýju bókinni mæðir mest á Guðgeiri. Þetta fólk er farið að standa mér nærri en bækurnar eru samt ekki framhald hver af annarri,? segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur um söguefni nýju bókarinnar, Flekklaus. Aftan á bókarkápunni er minnst á eldsvoða sem ung kona týnir lífi í en sakamál í sambandi við brunann kemst ekki upp fyrr en áratugum síðar. Sólveig segir brot úr gömlum skjölum og ritum hafi kveikt hjá henni hugmyndir og vikudvöl í Smálöndunum í Svíþjóð fyrir mörgum árum nýtist henni meðal annars. ?Ég lagðist í alls kyns pælingar. Hvers vegna ákveðnir atburðir lifa í minningunni en aðrir hverfa. Hvaða áhrif frásagnir annarra hafa á minni okkar og hversu réttar minningar eru. Lagið Sextán og þú skalt sjá mig með Grafík var líka heilmikil kveikja. Ég spilaði það oft þegar ég var að skrifa.? Sólveig segir söguna hafa þróast í aðra átt en hún hugði í upphafi. ?Þegar ég var búin með einn þriðja af bókinni var ég stopp því mál höfðu þróast þannig að ég fann að ég varð að fara aðra og erfiðari leið. Dálítið dramatískt en svona var það. Ég skrifaði ekkert í nokkrar vikur meðan ég safnaði kjarki. En eftir að ákvörðunin var tekin rann sagan áfram og ég var sjálf á nálum af spenningi yfir því sem ég var að skrifa!? Sólveig var komin um fimmtugt þegar hún tók til við ritstörfin og ekki verður annað sagt en að þau gangi glatt því Flekklaus er þriðja bókin á fjórum árum. ?Ég var búin að vera með lokið á sköpunarþörfinni svo lengi að þegar ég fékk loksins svigrúm og kjark til að fara inn á nýjar brautir þá gaus upp heilmikill kraftur. Þarna er eitthvað sem ég vil rækta og ég hef mikla ánægju af skrifunum.? Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
?Sagan gerist bæði í Smálöndunum í Svíþjóð og í Reykjavík, annars vegar árið 1985 og hinsvegar 2014. Lögguteymið úr fyrri bókum, Guðgeir, Sæunn og Andrés fæst við að leysa málin og í nýju bókinni mæðir mest á Guðgeiri. Þetta fólk er farið að standa mér nærri en bækurnar eru samt ekki framhald hver af annarri,? segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur um söguefni nýju bókarinnar, Flekklaus. Aftan á bókarkápunni er minnst á eldsvoða sem ung kona týnir lífi í en sakamál í sambandi við brunann kemst ekki upp fyrr en áratugum síðar. Sólveig segir brot úr gömlum skjölum og ritum hafi kveikt hjá henni hugmyndir og vikudvöl í Smálöndunum í Svíþjóð fyrir mörgum árum nýtist henni meðal annars. ?Ég lagðist í alls kyns pælingar. Hvers vegna ákveðnir atburðir lifa í minningunni en aðrir hverfa. Hvaða áhrif frásagnir annarra hafa á minni okkar og hversu réttar minningar eru. Lagið Sextán og þú skalt sjá mig með Grafík var líka heilmikil kveikja. Ég spilaði það oft þegar ég var að skrifa.? Sólveig segir söguna hafa þróast í aðra átt en hún hugði í upphafi. ?Þegar ég var búin með einn þriðja af bókinni var ég stopp því mál höfðu þróast þannig að ég fann að ég varð að fara aðra og erfiðari leið. Dálítið dramatískt en svona var það. Ég skrifaði ekkert í nokkrar vikur meðan ég safnaði kjarki. En eftir að ákvörðunin var tekin rann sagan áfram og ég var sjálf á nálum af spenningi yfir því sem ég var að skrifa!? Sólveig var komin um fimmtugt þegar hún tók til við ritstörfin og ekki verður annað sagt en að þau gangi glatt því Flekklaus er þriðja bókin á fjórum árum. ?Ég var búin að vera með lokið á sköpunarþörfinni svo lengi að þegar ég fékk loksins svigrúm og kjark til að fara inn á nýjar brautir þá gaus upp heilmikill kraftur. Þarna er eitthvað sem ég vil rækta og ég hef mikla ánægju af skrifunum.?
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira