Fær ekki áminningu fanney birna jónsdóttir skrifar 3. mars 2015 07:15 Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber fullt traust til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og engin eftirmál verða af miðlun persónuupplýsinga af hálfu ráðuneytisins. Ólöf svaraði spurningum þingmanna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í gær. Fréttablaðið/Valli Engin eftirmál verða af hálfu innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Persónuverndar um miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga frá lögreglunni á Suðurnesjum til fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Þetta segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ólöf segir jafnframt að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri verði ekki áminnt af ráðuneytinu, en áminning er stjórnsýslulegt úrræði sem notast er við hafi embættismaður brotið starfsskyldur sínar með einhverjum hætti.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„Ég met það sem svo að hún hafi afhent þessi gögn í góðri trú með þá vissu að það væri verið að kalla eftir þeim af einhverri ástæðu. Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í því starfi sem hún gegnir og tel að hún hafi unnið þetta af heilindum.“ Ólöf segir niðurstöðu Persónuverndar tilefni fyrir stjórnsýsluna í heild sinni til að endurskoða miðlun trúnaðarupplýsinga. „Almennt hefur æðra sett stjórnvald ríkar heimildir til að kalla eftir gögnum en þarna er verið að segja að það verði að vera einhver umgjörð um það. Ekki að það megi ekki afhenda slík gögn heldur að umgjörðin verði að vera í lagi,“ segir Ólöf og bætir við að skerpa verði skilin á milli embættismanna sem séu að vinna að tilteknum málum og hins pólitíska hluta ráðuneyta og aðstoðarmanna. Forsætisráðuneytið sé með það á sinni könnu. „Þegar um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða koma þær okkur ekkert við nema þær varði tiltekið mál. Þær þarf síðan að skrá rétt í málaskrá. Þetta þurfum við að fara yfir.“ Í úrskurðinum segir að við miðlun gagnanna hafi ekki verið stuðst við viðhlítandi heimild, skortur hafi verið á skráningu um miðlun gagnanna, bæði hjá lögreglunni og ráðuneytinu, og þetta hafi farið í bága við kröfur um upplýsingaöryggi. Þá hafi ekki verið gætt viðunandi öryggis við miðlun gagnanna. Upplýsingarnar sem um ræðir snerta meðal annars Tony Omos, en hann hefur nú áfrýjað máli sínu gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu til Hæstaréttar. Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Engin eftirmál verða af hálfu innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Persónuverndar um miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga frá lögreglunni á Suðurnesjum til fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Þetta segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ólöf segir jafnframt að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri verði ekki áminnt af ráðuneytinu, en áminning er stjórnsýslulegt úrræði sem notast er við hafi embættismaður brotið starfsskyldur sínar með einhverjum hætti.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„Ég met það sem svo að hún hafi afhent þessi gögn í góðri trú með þá vissu að það væri verið að kalla eftir þeim af einhverri ástæðu. Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í því starfi sem hún gegnir og tel að hún hafi unnið þetta af heilindum.“ Ólöf segir niðurstöðu Persónuverndar tilefni fyrir stjórnsýsluna í heild sinni til að endurskoða miðlun trúnaðarupplýsinga. „Almennt hefur æðra sett stjórnvald ríkar heimildir til að kalla eftir gögnum en þarna er verið að segja að það verði að vera einhver umgjörð um það. Ekki að það megi ekki afhenda slík gögn heldur að umgjörðin verði að vera í lagi,“ segir Ólöf og bætir við að skerpa verði skilin á milli embættismanna sem séu að vinna að tilteknum málum og hins pólitíska hluta ráðuneyta og aðstoðarmanna. Forsætisráðuneytið sé með það á sinni könnu. „Þegar um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða koma þær okkur ekkert við nema þær varði tiltekið mál. Þær þarf síðan að skrá rétt í málaskrá. Þetta þurfum við að fara yfir.“ Í úrskurðinum segir að við miðlun gagnanna hafi ekki verið stuðst við viðhlítandi heimild, skortur hafi verið á skráningu um miðlun gagnanna, bæði hjá lögreglunni og ráðuneytinu, og þetta hafi farið í bága við kröfur um upplýsingaöryggi. Þá hafi ekki verið gætt viðunandi öryggis við miðlun gagnanna. Upplýsingarnar sem um ræðir snerta meðal annars Tony Omos, en hann hefur nú áfrýjað máli sínu gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu til Hæstaréttar.
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira