Tíska og hönnun

Bandaríkin sýna RFF mikinn áhuga

Adda Soffía skrifar
Eyjólfur Gíslason
Eyjólfur Gíslason Vísir
„Þetta er ótrúlega gaman fyrir okkur og áhugavert að sjá þennan mikla áhuga sem er að koma frá blaðamönnum og flottum tímaritum í Bandaríkjunum,“ segir Eyjólfur Gíslason fjölmiðlafulltrúi Reykjavík Fashion Festival.

Hingað eru á leiðinni flottir erlendir blaðamenn frá tímaritum eins og W Magazine, þýska Vogue, Style.com, V Magazine, NY Magazine, Interview og Now Fashion.

Að auki hafa Nikolaj Nielsen, framkvæmdastjóri Won Hundred, framkvæmdastjóri Elite Model Management í London og Anne Christine Persson, framkvæmdastjóri Copenhagen Fashion Week. „Við erum rosalega glöð að fá Anne til okkar. Það gefur okkur mikinn styrk upp á framhaldið og áframhaldandi uppbyggingu. Þetta sýnir líka að RFF er komin á ákveðinn stall,“ segir Eyjólfur.

Hann segir komu blaðamannanna skipta höfuðmáli fyrir RFF. „Það er svo mikilvægt fyrir hönnuðina að fá góða umfjöllun um sýninguna sína úti,“ segir hann.

Reykjavík Fashion Festival fer fram í Hörpu 12.-15. mars og hófst miðasala formlega í gær á harpa.is. 

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×