„Þetta er eins og að lenda á bleiku skýi“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 14:15 Svona mun púðinn á Akureyri líta út. Hann verður staðsettur í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Þrír Akureyringar hafa tekið sig saman og keypt stökkpúða sem staðsettur verður í Hlíðarfjalli á Akureyri til að byrja með. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur púði kemur til landsins. „Þetta er fyrst og fremst til að hafa gaman af þessu. Svona púðar eru komnir á öll helstu skíðasvæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er svona það sem er að taka við af svampgryfjunum,“ segir Kristófer Finnsson, sem flytur púðann inn ásamt föður sínum, Finni Aðalbjörnssyni, og Guðlaugi Má Halldórssyni. Sjálfur er Kristófer mikið í mótorkross og þekkir því vel inn á jarðarsportheiminn.Kristófer Finnsson flytur púðann inn ásamt föður sínummynd/axel darriPúðinn kemur frá Austurríki, er 15 sinnum 15 metrar og þrír og hálfur metri á hæð, sem gefur um 225 fermetra mjúkan lendingarpall. „Það er engin hætta á því að þú skoppir af honum, þar sem hann dælir út lofti um leið og þú lendir og fyllir sig svo aftur. Svo eru brúnirnar það háar að þú rennur heldur ekki út af honum. Þetta er bara eins og að lenda á bleiku skýi,“ segir Kristófer og hlær. Púðann má ekki bara nota í snjó og fyrir skíði og snjóbretti, heldur geta þeir sem stunda mótorkross, parkour eða hjóla á BMX-hjólum notað hann. Auðvelt er að pakka púðanum saman og fara með hann hvert á land sem er. „Þetta færir menn alveg upp á næsta stig. Snjóbrettastrákarnir voru kannski hættir að þora í sum stökk og gátu ekki þróað þau af hættu við að slasa sig. Þarna ertu kominn með mjúka lendingu sem nánast ómögulegt er að slasa sig á,“ segir hann. Formleg opnun verður þann 14. mars á Iceland Winter Games sem hefjast á Akureyri í byrjun mars og þar verður hægt að sjá og prófa púðann. „Við reiknum með því að fólk geti keypt sér passa eða staka ferð á púðann, en það á bara eftir að útfæra það betur,“ segir Kristófer.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira