Sýnir hjarta úr gleri og fleiri líffæri á degi elskenda Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 10:15 Sigga Heimis hönnuður segir margt með líffærum og glerverkum. Fréttablaðið/Andri Marinó Í dag kl. 14 verður efnt til málþings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjafar og einnig Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún leggur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgun og það eru allar skoðanir velkomnar. Frændi minn Sindri Sindrason sjónvarpsmaður ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin framsöguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleikum að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhaldinu hef ég kynnt mér þetta mikilvæga málefni sem lífæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári síðan og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim formerkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar myndir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjaldslaust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.” Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í dag kl. 14 verður efnt til málþings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjafar og einnig Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún leggur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgun og það eru allar skoðanir velkomnar. Frændi minn Sindri Sindrason sjónvarpsmaður ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin framsöguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleikum að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhaldinu hef ég kynnt mér þetta mikilvæga málefni sem lífæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári síðan og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim formerkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar myndir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjaldslaust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.”
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira